Nemendaráð Varmahlíðarskóla 2019-2020

Nemendaráð fullmannað skólaárið 2019-202

Í dag var kosið í nemendaráð Varmahlíðarskóla fyrir núverandi skólaár. Nemendur í 7.-9. bekk héldu framboðsræður fyrir sína bekki en formannskjör fór fram sérstaklega þar sem frambjóðendur 10. bekkjar fluttu framboðsræður fyrir alla nemendur í 6.-10. bekk áður en gengið var til kosninga. Frambjóðendur stóðu sig afskaplega vel, ræður voru málefnalegar og jákvætt að sjá unga fólkið áhugasamt um að vinna í þágu heildarinnar. 

Nemendaráð 2019-2020:

10. bekkur, formenn: Katrín Ösp Bergsdóttir og Óskar Aron Stefánsson. 

Til vara eru Einar Kárason og Ingibjörg Rós Jónsdóttir.

Aðrir fulltrúar í nemendaráði eru eftirfarandi:

9. bekkur:  Hrafn Helgi Gunnlaugsson og Lydia Einarsdóttir til vara.

8. bekkur: Emilia Kvalvik Hannesdóttir og Hákon Kolka Gíslason til vara.

7. bekkur: Trausti Helgi Atlason og Ragnhildur S. Guttormsdóttir til vara.