Fréttir & tilkynningar

20.10.2025

Heilsueflandi dagar haustsins

Hreyfing er öllum lífsnauðsynleg og hér á bæ taka nemendur og starfsfólk þátt í ýmsum hreyfistundum. Í upphafi skólaárs voru hinir árlegu hreyfidagar haldnir, Ólympíuhlaup ÍSÍ í lok september og nú í október var fyrsta mílan gengin, en þá eru nemendur og starfsfólk hvatt til að ganga eina mílu (1,6 km) á skólatíma.
14.10.2025

Skólaþing

Í dag, þriðjudag 14. október, fengum við heimsókn frá Skólaþingi. Skólaþing hefur verið starfrækt í Reykjavík síðan 2007. Síðustu tvö ár hafa þeir heimsótt skóla vítt og breitt um landið. Þeir leyfa nemendum að setja sig í spor þingmanna og fylgja lagafrumvarpi í gegnum þingið. Þetta er hlutverkaleikur þar sem nemendur taka sér hlutverk þingmanna í uppskálduðum flokkum. Leikurinn felur meðal annars í sér að stíga í ræðustól í hlutverki og tjá sig um efni frumvarpsins og afstöðu flokksins. Tveir starfsmenn úr fræðsluteymi skrifstofu Alþingis koma og sjá um að stýra þessum leik. Nemendur fá gott innsýn inn í starfsheim þingmanna með því að fá tækifæri til að vinna að frumvarpsdrögum, koma með breytingatillögur og rökræða um málefnið.
14.10.2025

Gaman saman

Gaman saman, samstarfsverkefni leikskólans Birkilundar og Varmahlíðarskóla, er komið á fullt. Löng hefð er fyrir þessu samstarfi skólanna, en það byggir á gagnkvæmum heimsóknum allan veturinn. Vikulega hittast börnin í skólahópi leikskólans og nemendur 1. bekkjar Varmahlíðarskóla, til skiptist í skólunum.
11.10.2025

Ungmennaþing SSNV

10.10.2025

Hvað er menning?

07.10.2025

List fyrir alla

19.09.2025

Skólahlaup