Skólasetning og fyrsti skóladagur Varmahlíðarskóla

Skólasetning og fyrsti skóladagur Varmahlíðarskóla verður föstudaginn 23. ágúst kl. 9:00. Nemendur mæta í setustofu kl. 9:00 þar sem skóli verður settur og síðan tekur við skóladagur til kl. 12:00. Foreldrum er frjálst að fylgja sínum börnum ef þeir kjósa en skólabílar aka. 

Nemendum 1. bekkjar verður boðið til viðtals, ásamt foreldri/forsjáraðila, eftir hádegi á fimmtudag.

Frístund, skóladagvistun barna í 1.-4. bekk, opnar frá og með mánudeginum 26. ágúst. Við minnum á skráningu í frístund.