Brunaæfing

Í morgun fór fram brunaæfing í Varmahlíðarskóla undir stjórn öryggisteymis skólans. Það gekk ljómandi vel að koma öllum í öruggt skjól, allir skiluðu sér á rétta staði en nokkuð margir urðu blautir í fæturna. Um var að ræða æfingu sem nemendur vissu af og því kom það engum á óvart þegar brunakerfið hringdi. Markmið æfinga er að æfa fyrstu viðbrögð þegar brunakerfið fer í gang, hvernig eigi að rýma skólann og safnast saman á söfnunarsvæði (á körfuboltavelli norðan við skóla) þar sem tekið er manntal. Alltaf eru einstök dæmi þess að einhverjum þyki hávaðinn og aðstæðurnar ógnvænlegar og því mikilvægt að halda reglulega æfingar sem þessar og ræða tilgang þeirra. 

Hér má sjá Rýmingaráætlun Varmahlíðarskóla.