Kartöflugarðurinn tekinn

Það gekk mikið á í heimilisfræðitímum s.l. mánudag en þá græjuðu 6. bekkingar kartöflugarð fyrir Varmahlíðarskóla klárann til niðursetningar, undir öruggri stjórn Sigfríðar heimilisfræðikennara. Í kjölfarið mættu 4. bekkingar og settu niður kartöflurnar. Veðrið var frábært og virtust allir hafa gaman og gott af. Nú er svo bara að bíða og sjá hvernig uppskeran tekst til í sumar!

Nokkrar myndum var smellt af í tilefni dagsins, þær eru að finna í þessu albúmi ásamt fleiri  myndum af ýmsum uppákomum á vordögum.