Verðlaun í Nýsköpunarkeppni 5. bekkjar í Skagafirði

Í vikunni fengu tveir nemendur Varmahlíðarskóla afhent verðlaun í Nýsköpunarkeppni 5. bekkjar í Skagafirði en verðlaun voru veitt í 7 flokkum framúrskarandi hugmynda. Viktor Daði Ingason fékk viðurkenningu fyrir hygmynd um hjálparleikarann og Ísleifur Eldur Þrastarson fyrir hugmynd um segul í drifskafti. Nemendurnir fengu afhentan sérhannaðan verðlaunagrip, hátalara og gjafabréf frá Fab Lab.

Þriggja manna dómnefnd fékk það erfiða verkefni að velja úr frábærum hugmyndum krakkanna en Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi í upplýsingatækni og nýsköpun, stýrði verkefninu ásamt umsjónarkennurum 5. bekkja grunnskólanna.

Nyndir og nánari umfjöllun um Nýsköpunardag og aðrar viðurkenningar má sjá á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á heimasíðu Varmahlíðarskóla.