Tvö tónverk úr smiðju nemenda

Nemendur 5. og 6. bekkjar fengu það viðfangsefni að búa til hljóðheim og hafa til viðmiðunar einhverja af þjóðsögunum okkar.  

5. bekkur kaus að hafa tröll sem þema. Þau lásu söguna um Drangey og gerðu svo sitt hljóðverk.  Þeim fannst erfitt að finna einhver lög eða tónlist um tröll en fengu þó að láni smá bút ur tröllalagi af YouTube. Píanóið fékk nýtt hlutverk og táknar það drunur tröllanna.  Takið vel eftir taktmælinum sem er í upphafi og lok verksins, hann táknar hjartslátt tröllsins sem að lokum hættir að slá þegar tröllið breytist i stein.


6. bekkur valdi sér söguna Móðir mín í kví kví. Við þá sögu er til þjóðlag sem þau ákváðu að nýta sér. Takið eftir hvernig þau nota það á mismunandi vegu, hvísla, syngja og spila. Einnig voru ýmis draugalegt hljóð búin til á hljóðfærin og þau notuð á óhefðbundinn hátt.

Það skal tekið fram að kennarinn gaf aðeins rammann utan um verkið og hélt upplýsingunum saman en sköpunin kom algjörlega frá krökkunum sjálfum.