Draumar

Margir eiga sér drauma. Sumir draumar rætast en aðrir ekki. Ekki eru allir sammála um hvað þurfi til þess að þeir geti ræst. Getur það verið tilviljun ein eða þarf meira til? Nemendur á miðstigi hafa um nokkurt skeið unnið að verkefni sem ber heitið Dramaskólalóðin mín. Afurð þeirrar vinnu var ráðstefna eða kynning þar sem nemendur kynntu fyrir foreldrum og fleiri gestum teikningar með myndum af skemmtilegum leiktækjum og góðri aðstöðu. Í framhaldi af fundinum var sveitarfélaginu sent erindi um tæki sem flestir nemendur hafa áhuga á að fá á lóðina. Erindið var tekið fyrir og vel tekið í að veita fjárstyrk. Í framhaldinu kom FISK Seafood einnig að verkefninu og lagði því lið og framundan er fjáröflunardagur að frumkvæði íþróttafélagsins Smára, foreldrafélags Varmahlíðarskóla og kvenfélaga í framhéraðinu föstudaginn 12. apríl, í skóla og íþróttahúsi.

Þetta verkefnið sem byrjaði sem lítil hugmynd er orðin að stóru og miklu verkefni sem virðist ætla að skila miklu og sjá nemendur því að orð eru til alls fyrst og allir draumar geta ræst, en oft þarf að leggja nokkuð á sig og fylgja þeim eftir til þess að þeir rætis.