Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Kolbrá Sigrún Sigurðardóttir er með verkefnið Flokkarinn sem er app til að hjálpa fólki að flokka rusl. Lilja Stefánsdóttir og Freyja Vilhjálmsdóttir eru með verkefnið Minni sem er app til að minna mann á að gera eitthvað fyrir aðra, sem eru t.d. með ADHD, eru gleymnir etc. Þær fá tækifæri til að þróa verkefnin áfram á vinnustofu sem haldin verður á höfuðborgarsvæðinu 30.-31. maí næstkomandi. Óskum við þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.