26.02.2014
Í þessari viku voru farnar tvær ferðir í Stólinn. Á mánudaginn fóru 3. og 8. bekkur saman en í gær, þriðjudag sameinuðust 4., 5. og 10. bekkur í fjallinu...
Lesa meira
26.02.2014
Nemendur í 10. bekk verða með kökubasar í KS Varmahlíð föstudaginn 28. febrúar kl. 13:30. Ýmis konar góðgæti með kaffinu.
Lesa meira
20.02.2014
9. bekkur var í vikunni á örnámskeiði í limrugerð. Nemendum var skipt í hópa og hver hópur fékk ákveðið rímorð og ákveðna línu úr limrunni til að glíma við. Rímorðin voru Óla og ær. Eftir hugmyndavinnu var síðan línunum raðað saman og myndaðar limrur.
Stundum hefur borið á því að vanti borð eða stól í stofuna eftir notkun hennar – utan hefðbundinnar kennslu. Þessi limra gæti átt vel við – samin af 9. bekk.
Lesa meira
19.02.2014
Í gær fór fyrsti skíðahópur skólans á skíðasvæði Tindastóls. Nokkuð frost var en það kom ekki að sök því sól skein skært allan daginn og varla hreyfði vind.
Lesa meira
12.02.2014
Við í 10. bekk stefnum á að fara til Danmerkur í útskriftarferð 11. – 14. maí. Það er hefð fyrir því að hafa allskyns fjáraflanir til að safna fyrir ferðinni. Fjáröflunin hefur gengið mjög vel, við höfum meðal annars haft tvær flöskusafnanir, kökubasar, jólakorta- og lakkríssölu, árshátíð og fleira og stefnum á að hafa kökubasara, flöskusöfnun, bingó, nammisölu og íþróttamaraþon.
Lesa meira
04.02.2014
Viltu vita hvað þú getur gert sem foreldri til að verja barn þitt gagnvart skaðlegum áhrifum netvæðingarinnar? Viltu fræðast um forvarnir í uppvextinum almennt? Þá er um að gera að mæta á fund í Húsi frítímans á Sauðárkróki næstkomandi fimmtudag kl. 20. Fundurinn er á vegum Heimilis og skóla og byggist upp á fræðslu og umræðum.
Lesa meira
02.02.2014
Nemendur og starfsfólk héldu hefðbundið þorrablót í dag, en fyrr um morguninn heimsóttu nemendur 3. og 4. bekkjar byggðarsafnið í Glaumbæ ásamt kennurum sínum.
Lesa meira
02.02.2014
Jólaball og söngvakeppni Friðar voru haldin um miðjan desember og ekki seinna að vænna en að birta myndir frá þeim atburði.
Lesa meira
02.02.2014
Nemendur í 3. bekk unnu nýverið verkefni í Byrjendalæsi um gamla og nýja tímatalið.
Lesa meira
29.01.2014
Kvenfélag Seyluhrepps hefur ákveðið að styrkja Íþróttamiðstöðina í Varmahlíð um 70.000 krónur.
Lesa meira