19.02.2014
Í gær fór fyrsti skíðahópur skólans á skíðasvæði Tindastóls. Nokkuð frost var en það kom ekki að sök því sól skein skært allan daginn og varla hreyfði vind.
Lesa meira
12.02.2014
Við í 10. bekk stefnum á að fara til Danmerkur í útskriftarferð 11. – 14. maí. Það er hefð fyrir því að hafa allskyns fjáraflanir til að safna fyrir ferðinni. Fjáröflunin hefur gengið mjög vel, við höfum meðal annars haft tvær flöskusafnanir, kökubasar, jólakorta- og lakkríssölu, árshátíð og fleira og stefnum á að hafa kökubasara, flöskusöfnun, bingó, nammisölu og íþróttamaraþon.
Lesa meira
04.02.2014
Viltu vita hvað þú getur gert sem foreldri til að verja barn þitt gagnvart skaðlegum áhrifum netvæðingarinnar? Viltu fræðast um forvarnir í uppvextinum almennt? Þá er um að gera að mæta á fund í Húsi frítímans á Sauðárkróki næstkomandi fimmtudag kl. 20. Fundurinn er á vegum Heimilis og skóla og byggist upp á fræðslu og umræðum.
Lesa meira
02.02.2014
Nemendur og starfsfólk héldu hefðbundið þorrablót í dag, en fyrr um morguninn heimsóttu nemendur 3. og 4. bekkjar byggðarsafnið í Glaumbæ ásamt kennurum sínum.
Lesa meira
02.02.2014
Jólaball og söngvakeppni Friðar voru haldin um miðjan desember og ekki seinna að vænna en að birta myndir frá þeim atburði.
Lesa meira
02.02.2014
Nemendur í 3. bekk unnu nýverið verkefni í Byrjendalæsi um gamla og nýja tímatalið.
Lesa meira
29.01.2014
Kvenfélag Seyluhrepps hefur ákveðið að styrkja Íþróttamiðstöðina í Varmahlíð um 70.000 krónur.
Lesa meira
27.01.2014
Í skólastarfinu eru samráðsdagar með foreldrum mjög mikilvægir. Þar hittast foreldrar, nemandi og umsjónarkennari til þess að fara yfir skólagöngu barnsins í hvert sinn. Á þessum fundum er rætt um sterkar hliðar, námslega stöðu, væntingar, líðan og hegðun svo eitthvað sé nefnt. Niðurstöður þessara viðtala ber að hafa að leiðarljósi þegar áframhaldandi nám og samstarf er skipulagt.
Lesa meira
21.01.2014
Skíðadeild Tindastóls hefur í nokkur ár fært nemendum annars bekkjar árskort á skíðasvæðið.
Í dag kom Viggó frá skíðadeild Tindastóls ásamt Björgvin Björgvinssyni skíðamanni frá Dalvík og afhentu nemendum árskort á svæðið.
Lesa meira
14.01.2014
Árshátíð eldri nemenda var haldin s.l. föstudagskvöld. Nemendur sýndu söngleikinn Wake Me Up Before You Go Go! eftir Hallgrím Helgason
Lesa meira