16.05.2014
Vésteinn, Sigfinnur, Fríða, Rósa, Einar og Sigríður Vaka eru fulltrúar okkar í úrslitum í Skólahreysti sem verður sent út beint á Ruv í kvöld.
Stuðningsliðið græna verður á hliðarlínunni sem frábær hvatning. Fararstjórar verða Inga Bryndís, Freyja, Helga Rós og Helga Þorbjörg.
Sjá umfjöllun á mbl. vefnum. http://www.mbl.is/monitor/frettir/2014/05/14/hafa_alltaf_verid_ofarlega/
Lesa meira
15.05.2014
Góðir gestir heimsóttu skólann í gær til að fylgja eftir foreldraverðlaunum 2013 fyrir verkefnið Sveitadagar að vori í Varmahlíðarskóla. Heimsóttu þau bæi í Lýtingsstaðahreppi, skoðuðu mismunandi búskap og spjölluðu við nemendur og foreldra. Frá Heimili og skóla komu Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri og Anna Margrét Sigurðardóttir, formaður. Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu komu Guðni Olgeirsson, sérfræðingur og Guðrún Birna Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri.
Lesa meira
14.05.2014
Nýlega lögðu nemendur í landbúnaðarvali, ásamt Óla kennara, land undir fót. Heimsótt voru fjögur góðbýli í nágrenninu og fræðst um búskapinn af ábúendum.
Lesa meira
13.05.2014
Nú eru nemendur dreifðir um sveitir héraðsins við hin fjölbreyttustu sveitastörf. Hér má sjá flotta mynd af Óskari og Dalmari með sinn hvorn lambhrútinn. Fleiri myndir eru á fésbókasíðu skólans.
Lesa meira
13.05.2014
Skátastarfið hefur verið öflugt í vetur að sögn Sólrúnar Jónu Ásgeirsdóttur. Þriðjudaginn 6. maí sl. var haldin vígsluhátíð og var þessi mynd tekin af því tilefni. Það voru 11 nýir skátar að vígjast og 9 skátar að færast úr Fálkaskátum í Dróttskáta og fengu nýja klúta.
Lesa meira
09.05.2014
Úrslit í NKG 2014 liggja fyrir. Um 1800 umsóknir bárust frá nemendum í 5.., 6., og 7. bekk í 43 grunnskólum um allt land. Valdir voru 45 þátttakendur út frá viðmiðum um raunsæi, hagnýti og nýnæmi. Þrír nemendur í 7. bekk Varmahlíðarskóla, sem sendu inn hugmyndir í keppnina komust áfram í úrslit og fá að taka þátt í vinnusmiðju dagana 22. og 23. maí nk. í Háskólanum í Reykjavík. Það eru þeir Andri Snær Tryggvason, Ari Óskar Víkingsson og Þórir Jóelsson. Birgitta Sveinsdóttir kennari hélt utan um vinnu nemenda í hugmynda- og umsóknarferlinu. Til hamingju!
Lesa meira
09.05.2014
Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps kom færandi hendi í vikunni. Elín Sigurðardóttir fyrir hönd kvenfélagsins kom með gjafakort að andvirði kr. 70.000 sem rennur til kaupa á vatnsvél í íþróttahúsið. Bestu þakkir fyrir rausnarlegt framlag.
Lesa meira
08.05.2014
Það er ekki á hverjum degi sem starfsfólk nær þeim merka áfanga að hafa lifað í hálfa öld og vera statt í vinnunni.
Það gerðist í dag þann 8. maí 2014 að umsjónarkennari 6. bekkjar Sigrún Benediktsdóttir varð fimmtug.
Lesa meira
06.05.2014
Frá Sundlauginni í Varmahlíð!
Lokað verður vegna hreinsunar sundlaugar frá mánudeginum 12. maí og fram eftir vikunni.
Auglýst verður á heimasíðu Varmahlíðarskóla og á fésbókarsíðu hvenær opnað verður aftur.
Lesa meira
02.05.2014
Gaman saman samstarfið hefur gengið afar vel í vetur. Hluti af því var heimsókn skólahóps leikskólans í Varmahlíðarskóla, þar sem væntanlegir grunnskólanemendur gengu með foreldrum sínum um skólann og heimsóttu bekki og sögðu frá því sem þau hafa upplifað í heimsóknum sínum í skólann í vetur.
Lesa meira