Fréttir

Skátar í Varmahlíðarskóla

Skátastarfið hefur verið öflugt í vetur að sögn Sólrúnar Jónu Ásgeirsdóttur. Þriðjudaginn 6. maí sl. var haldin vígsluhátíð og var þessi mynd tekin af því tilefni. Það voru 11 nýir skátar að vígjast og 9 skátar að færast úr Fálkaskátum í Dróttskáta og fengu nýja klúta.
Lesa meira

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Úrslit í NKG 2014 liggja fyrir. Um 1800 umsóknir bárust frá nemendum í 5.., 6., og 7. bekk í 43 grunnskólum um allt land. Valdir voru 45 þátttakendur út frá viðmiðum um raunsæi, hagnýti og nýnæmi. Þrír nemendur í 7. bekk Varmahlíðarskóla, sem sendu inn hugmyndir í keppnina komust áfram í úrslit og fá að taka þátt í vinnusmiðju dagana 22. og 23. maí nk. í Háskólanum í Reykjavík. Það eru þeir Andri Snær Tryggvason, Ari Óskar Víkingsson og Þórir Jóelsson. Birgitta Sveinsdóttir kennari hélt utan um vinnu nemenda í hugmynda- og umsóknarferlinu. Til hamingju!
Lesa meira

Gjafabréf - Íþróttahús

Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps kom færandi hendi í vikunni. Elín Sigurðardóttir fyrir hönd kvenfélagsins kom með gjafakort að andvirði kr. 70.000 sem rennur til kaupa á vatnsvél í íþróttahúsið. Bestu þakkir fyrir rausnarlegt framlag.
Lesa meira

Hún á afmæli í dag

Það er ekki á hverjum degi sem starfsfólk nær þeim merka áfanga að hafa lifað í hálfa öld og vera statt í vinnunni. Það gerðist í dag þann 8. maí 2014 að umsjónarkennari 6. bekkjar Sigrún Benediktsdóttir varð fimmtug.
Lesa meira

Lokað vegna hreinsunar í nokkra daga

Frá Sundlauginni í Varmahlíð! Lokað verður vegna hreinsunar sundlaugar frá mánudeginum 12. maí og fram eftir vikunni. Auglýst verður á heimasíðu Varmahlíðarskóla og á fésbókarsíðu hvenær opnað verður aftur.
Lesa meira

Útskriftarhópur leikskólans í heimsókn með foreldrum

Gaman saman samstarfið hefur gengið afar vel í vetur. Hluti af því var heimsókn skólahóps leikskólans í Varmahlíðarskóla, þar sem væntanlegir grunnskólanemendur gengu með foreldrum sínum um skólann og heimsóttu bekki og sögðu frá því sem þau hafa upplifað í heimsóknum sínum í skólann í vetur.
Lesa meira

Margt býr í myrkrinu

Mánudaginn 28. apríl heimsótti leikhópur frá Leikfélagi Akureyrar skólann og sýndi leikverkið Margt býr í myrkrinu fyrir leikskólabörn og nemendur í 1. og 2. bekk. Sjaldan hefur verið meiri áhuga og einbeitingu að sjá því leikarar fóru á kostum í túlkun sinni á tröllum og öðrum kynjaverum. Hér má sjá myndir frá flutningi leikhópsins.
Lesa meira

Kökubasar!

Nemendur í 10. bekk verða með kökubasar í K.S. Varmahlíð föstudaginn 2. maí kl. 13:30.
Lesa meira

Söfnuðu 114 þúsund krónum handa barnahjálp ABC

Í dag arkaði allur 5. bekkur ásamt Birgittu kennara sínum niður í banka til að leggja inn afrakstur söfnunar síðustu vikna fyrir barnahjálp ABC...
Lesa meira

Gleðilega páska!

Skrifstofa skólans verður lokuð til þriðjudagsins 22. apríl. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá sama dag kl. 08:20.
Lesa meira