27.10.2014
Eins og flestum er kunnugt sem skólanum tengjast var samráðsfundur í dag hjá kennurum, foreldrum og nemendum. Á sama tíma buðu 10. bekkingar gestum og gangandi í kaffihús með kaffi og vöfflum en ágóði þeirrar sölu rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.
Lesa meira
22.10.2014
Mánudaginn 27.október er samráðsdagur í Varmahlíðarskóla. Eins og undanfarin ár er ekki kennsla en foreldrar og börn að vanda boðuð til viðtals hjá umsjónarkennurum.
Lesa meira
22.10.2014
Aðalfundur foreldrafélags Varmahlíðarskóla var haldinn í matsal skólans miðvikudaginn 8. október s.l.
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
Lesa meira
16.10.2014
Skrifstofan verður lokuð þessa daga.
Lesa meira
15.10.2014
Í máli og myndum. Sjón er sögu ríkari. Hér kemur linkur á frábært myndband sem hann Ingvi Hrannar bjó til um vinadaginn í dag.
http://vimeo.com/109016759
Lesa meira
14.10.2014
Skólabílar koma með nemendur frá Sauðárkróki kl. 13:30 á morgun og heimkeyrsla verður strax þá.
Breyttur opnunartími í sundlaug vegna vetrarfrísins:
Fimmtudagur 16. október. Opið frá kl. 16 – 21.
Föstudagur 17. október. Lokað.
Gleðilegt vetrarfrí!
Lesa meira
13.10.2014
Nemendaráð 7. - 10. bekkjar í Varmahlíðarskóla er nú fullskipað eftir kosningar og er sem hér segir:
Lesa meira
06.10.2014
Forráðamenn og starfsmenn skólans eru boðaðir til haustsamveru í Varmahlíðarskóla miðvikudaginn 8.október kl. 16:15 í matsal skólans. Heitt á könnunni!
Lesa meira
02.10.2014
Föstudagur 3.október
• Frítt í sund milli 17 – 19
• Frítt í líkamsrækt hjá Þreksport
Laugardagur 4.október
• Skokkhópur við sundlaug Sauðárkróks kl. 10
• Frítt í sund milli 10-12
• Frítt í líkamsrækt hjá Þreksport
Sunnudagur 5.október
• Frítt í sund milli 10-12
Annað í Hreyfivikunni MOVE WEEK
• Opnir tímar á allar æfingar hjá knattspyrnu- og körfuknattleiksdeild Tindastóls, sjá æfingatöflu á heimasíðu Tindastóls
• Sjúkraþjálfarar frá HS heimsækja fyrirtæki á Sauðárkróki og tala um mikilvægi hreyfingar.
Eitthvað fyrir alla í Hreyfivikunni – MOVE WEEK
Lesa meira
23.09.2014
Á þriðjudaginn tókst að starta hinu árlega Norræna skólahlaupi í annari tilraun en blámengun úr Holuhrauni hafði komið í veg fyrir hlaupið á föstudaginn var. Vindáttir voru orðnar hagstæðar og einungis rigning í kortunum.
Lesa meira