Fréttir

Myndir frá reiðnámskeiði 9. bekkjar á Hólum

Betra er seint en aldrei, hér eru myndir frá reiðnámskeiði 9. bekkinga á Hólum í vetur.
Lesa meira

Lestrarhesturinn

Í vetur hefur lestrarhesturinn verið á ferðinni í skólanum og heimsótt flesta bekki tvisvar og stoppað viku í senn. Á meðan hafa nemendur bekkjarins lesið eins og þeim sé borgað fyrir og reynt að koma hestinum sem lengst áleiðis því hann hefur ferðast einn kílómetra fyrir hverjar 50 lesnar blaðsíður og markmiðið hefur verið að koma honum í kringum landið. Hugmyndin er að merkja ferðir hans á sérhannað landakort sem hangir niðri í anddyri. Þess má geta að lestrarhesturinn er hannaður og smíðaður af Sveini Brynjari Friðrikssyni, smíðakennara.
Lesa meira

Bókasafnið - opnunartími í sumar

Bókasafnið verður opið eftirtalda miðvikudaga í sumar kl. 16:00 - 18:00: 11. júní 25. júní 9. júlí 23. júlí 6. ágúst.
Lesa meira

Skólaslit

Skólanum var slitið við hátíðlega athöfn í Miðgarði sl. miðvikudagskvöld. Nemendur sem kvöddu skólann eftir 10 ára skyldunám voru 14 og héldu fulltrúar nemenda Ásdís og Hrafnhildur kveðjuræðu fyrir hönd hópsins. Fjöldi viðurkenninga var veittur og Ásdís Sigurjónsdóttir, fyrrverandi kennari við skólann var kvödd með virktum af samstarfsfólki. Foreldrafélagið færði nemendum skólans að gjöf kr. 100.000 sem á að ganga upp í tölvukaup. Myndir frá athöfninni verða birtar hér og á fésbókarsíðu skólans.
Lesa meira

BÍÓ!

S.l. föstudag var haldið bíó eftir nemendur í stuttmyndavali. Nú eru allar myndirnar komnar á jútúp-síðuna.
Lesa meira

Breyttur opnunartími - Sundlaug

Lokað verður í kvöld 28. maí kl. 19:00 vegna skólaslita Varmahlíðarskóla. Á morgun uppstigningardag verður opið frá kl. 10:00 til 15:00. Á föstudag 30. maí verður lokað kl. 13:00 vegna óvissuferðar starfsfólks. Frá og með næstkomandi laugardegi 31. mai tekur sumaropnun gildi. Smellið á íþróttamiðstöð hér til hægri eða Lesið meira.
Lesa meira

Myndir frá maraþoni, skólaferðalögum, þemadögum ofl.

Margt hefur gerst í skólastarfi nú á vordögum sem ekki hefur ratað í fréttir á síðunni. Hér er hægt að skoða myndir af ýmsum atburðum:
Lesa meira

Valgreinar í 8. til 10. bekk

Nýtt valgreinahefti kemur á heimasíðuna á morgun 28. maí.
Lesa meira

Skólaslit

Varmahlíðarskóla verður slitið við hátíðlega athöfn í Miðgarði, miðvikudagskvöldið 28. maí kl. 20:00. Kaffiveitingar í skólanum að athöfn lokinni. Allir velkomnir!
Lesa meira

Landbúnaðarval heimsækir bæi

Nemendur í landbúnaðarvali, ásamt Óla kennara, lögðu land undir fót þriðjudaginn 29. apríl sl. Heimsótt voru fjögur góðbýli í nágrenninu og fræðst um búskapinn af ábúendum.
Lesa meira