24.12.2014
Starfsfólk Varmahlíðarskóla óskar nemendum, fjölskyldum þeirra, vinum og velunnurum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári.
Við hlökkum til að hittast aftur eftir áramót.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 5. janúar 2015 kl. 08:20.
Lesa meira
23.12.2014
Nú eru allar myndirnar úr stuttmyndavali komnar á youtube-vefinn.
Lesa meira
18.12.2014
Í morgun kusu nemendur og starfsfólk sigurvegara í hinni árlegu piparkökuhúsakeppni Varmahlíðarskóla. Ekki mátti tæpara standa þar sem síðastliðnir óveðursdagar komu í veg fyrir bæði undirbúning keppninnar og kosningu.
Lesa meira
18.12.2014
Opnunartími sundlauga hér í firðinum er sem segir hér að neðan:
Lesa meira
17.12.2014
Vegna stórfelldrar hálku og hvassviðris hefur verið ákveðið að áflýsa skólahaldi í dag.
Lesa meira
16.12.2014
Nú er jólaföndur milli vinabekkja í algleymingi og margt fallegt og frumlegt komið í töskur, glugga, hillur og borð. Ýmislegt skemmtilegt er á döfinni það sem eftir er vikunnar:
Lesa meira
12.12.2014
Eftir tveggja daga óveður og ófærð mættu flestir nemendur og starfsfólk í skólann, þótt ófært hafi verið af stöku bæjum. Í dag stóð til að nemendur fengju afhentan vitnisburð en það mun frestast fram á mánudag n.k. Einnig seinkar kosningu á sigurvegurum í hinni árlegu piparkökuhúsakeppni sem til stóð að yrði á mánudaginn, yfir á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn 18. desember verða niðurstöður kosningar á piparkökuhúsi tilkynntar í söngstund kl. 12:40.
Lesa meira
11.12.2014
Vegna ófærðar verður ekki skólahald í dag. Einnig er íþróttamiðstöðin lokuð en starfsmenn hennar fylgjast með veðri og færð og sjá til þegar líður á daginn hvort hægt verði að opna.
Lesa meira
10.12.2014
Skólahaldi hefur verið aflýst og íþróttamiðstöðin lokuð í dag vegna veðurs. Nemendur og starfsfólk mættu flestir í morgun en um klukkan 9 var sú ákvörðun tekin að senda alla heim.
Lesa meira
08.12.2014
Á morgun, þriðjudag, er rauður dagur í skólanum. Það á bæði við fatnað - rauð föt, jólahúfur, jólapeysur, jólasokka - og jólakortagerð í tímum hjá umsjónarkennurum bekkjanna. Nemendur eru hvattir til að koma með jólakortagerðarefni, s.s. límstifti, glimmer, gömul jólakort ofl. Í næstu viku verður svo margt jólalegt um að vera.
Lesa meira