18.09.2014
Í dag lögðu nemendur 8. bekkjar í stutt ferðalag til að ljúka tökum á stuttmynd um Ásbirninga. Þó svo sólin léti lítið á sér kræla var veðrið milt og frekar þægilegt til kvikmyndagerðar.
Lesa meira
18.09.2014
Mannréttindi barna í heiminum hafa verið í brennidepli undanfarna daga og vikur. Nemendur í 1. - 6. bekk unnu saman að rauðnefjagerð og báru svo nefin með stolti hér í skólanum. Sjón er sögu ríkari. Fleiri myndir á fésbók.
Lesa meira
09.09.2014
Í tilefni af degi læsis mánudaginn 8. september var skemmtilegur samlestur hjá nemendum í 4. og 6. bekk. Fyrsta söngstund vetrarins var í setustofunni e.h. og tóku nemendur og starfsfólk vel undir. Undirleikur var í höndum Friðriks Þórs Jónssonar, stundakennara sem sér um kórsöngsvalið í unglingadeildinni. Aðstoðarmenn úr valinu stóðu sig með prýði að stjórna samnemendum og hjálpa til við lagaval. Sjá má fleiri myndir á fésbókarsíðu skólans
Lesa meira
04.09.2014
Margt er hægt að gera í skólanum utan veggja hússins. Nemendur í 4. bekk nutu góða veðursins í þessari viku í heimilisfræði- og myndmenntatíma.
Lesa meira
01.09.2014
Frá og með 1. september verður opið í sundlauginni sem hér segir:
Mánudaga og fimmtudaga 9:00-21:00.
Þriðjudaga og miðvikudaga.9:00-20:00.
Föstudaga.9:00-14:00.
Laugardaga.10:00-15:00.
Sunnudaga í september.10:-15:00. Lokum á sunnudögum 1.október
Lesa meira
29.08.2014
Í frámuna blíðu var skólinn settur sunnan við skólann sl. miðvikudag. Nýir nemendur fengu pennaveski að gjöf og boðnir sérstaklega velkomnir. Helstu breytingar voru kynntar og starfsmenn kynntir til leiks. Þar á eftir gæddu viðstaddir sér á ástarpungum og drykkjum spjölluðu og nutu veðurblíðunnar. Umsjónarkennarar fylgdu nemendum í sínar heimastofur til að skoða aðstæður og gefa kost á spurningum. Ný húsgögn í matsal voru skoðuð og prófuð.
Lesa meira
25.08.2014
Skólinn verður settur kl. 16, miðvikudaginn 27. ágúst. Eftir athöfn verður boðið upp á kaffiveitingar. Umsjónarkennarar munu afhenda stundaskrár í heimastofum nemenda.
Lesa meira
14.08.2014
Nú er komið að því að skólastarf hefjist í Varmahlíðarskóla skólaáríð 2014 til 2015. Skólinn verður settur samkvæmt venju utan dyra sunnan megin við Varmahlíðarskóla, miðvikudaginn 27. ágúst nk. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 28. ágúst. Skrifstofan er opin alla daga og stjórnendur, ritari og húsvörður hófu störf 5. ágúst sl. Kennarar og annað starfsfólk hefur störf 18. ágúst.
Lesa meira
13.06.2014
Skrifstofa skólans opnar aftur þriðjudaginn 5. ágúst.
Lesa meira
13.06.2014
Vorskýrsla Varmahlíðarskóla skólaárið 2013-2014 er nú aðgengileg á heimasíðunni í aðalvali sem VORSKÝRSLUR. Hér er einnig hægt að skoða skýrsluna, lesið meira...
Ný jafnréttisáætlun hefur einnig litið dagsins ljós. Lesið meira...
Lesa meira