Fréttir

Starfsdagur og bingó!

Á föstudaginn er starfsdagur í skólanum og því allir nemendur í fríi. Um kvöldið halda nemendur 10. bekk bingó kl. 20:00 í skólanum. Nóg er af spjöldum þannig að enginn þarf að óttast að þau klárist.
Lesa meira

Lúsin snýr aftur!

Í upphafi viku hefur lús gert vart við sig í skólanum. Afar mikilvægt er að bregðast við á réttan hátt, þ.e. kemba og leita, jafnvel þó ekki beri á neinum einkennum því í tveim af þremur tilfella finnur sá smitaði engin einkenni.
Lesa meira

Aðventugleði og föndur

Laugardaginn 22.nóvember kl. 13-15 verður Foreldrafélag Varmahlíðarskóla með föndur og gleði um allan skóla. 10.bekkur verða með vöfflu og kaffisölu í matsalnum. Allir velkomnir!
Lesa meira

Kökubasar!

Í dag, föstudag, verða 10. bekkingar með eðal kökubasar í Kaupfélagsútibúinu í Varmahlíð kl. 13:45, til fjáröflunar Danmerkurferðar næsta vor. Eru allir hvattir til að mæta og næla sér í dýrindisbakstur.
Lesa meira

Brjálað hár!

Á fimmtudaginn n.k. er tyllidagurinn ,,brjálað hár", en eins og titillinn gefur til kynna eru nemendur og starfsfólk hvött til að mæta með hárið í allar áttir. Sem dæmi um hárgreiðslu ætlar einn kennarinn að sofna með blautt hárið miðvikudagskvöld n.k. og mæta ógreidd í skólann fimmtudagsmorgun.
Lesa meira

Bingó!

4. og 6.bekkur fóru í bingó saman síðastliðinn mánudag sér til skemmtunar....
Lesa meira

Frístundastrætóferðir hefjast

Föstudaginn 7. nóvember byrjar frístundastrætó að ganga í Hús frítímans. Nemendur í 4. - 10. bekkur mega fara og taka þátt í starfsemi hjá Húsi frítímans á föstudögum kl.14-17. Frístundastrætó keyrir út á Sauðárkrók og til baka í Varmahliðarskóla og Steinsstaði. Nemendur þurfa að fá miða hjá ritara fyrir foreldra að kvitta undir og bílstjórinn fær svo þennan miða. Ef krakkarnir fara ekki heim aftur með rútunni þarf að taka það fram á miðanum.
Lesa meira

Bókasafnið að venju opið almenningi

Bókasafnið verður opið almenningi sem hér segir: Mánudaga kl. 15:00 - 16:00 Þriðjudaga kl. 13:00 - 14:00 Fimmtudaga kl. 14:00 - 15:00 Allir velkomnir og mögulegt að semja um aðra tíma ef þessir henta ekki.
Lesa meira

Undankeppni í Stíl

Undankeppni í Stíl fór fram í Húsi frítímans í gær. Tveir hópar tóku þátt og voru þeir´báðir úr Varmahlíðarskóla. Sigurvegarar urðu Gunnar Freyr, Gísli, Freyja og Silja og óskum við þeim til hamingju með sigurinn. Þau munu taka þátt í aðalkeppninni í Hörpu þann 29.nóvember næstkomandi.
Lesa meira

Bangsadagur

Þriðjudaginn 28. október var haldið upp á bangsadaginn í skólanum. Þá komu margir góðir gestir á bókasafnið ásamt hinum ýmsu gæludýrum til að heilsa upp á nýja bókasafnsbangsann sem hlaut nafnið Bóbó. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir sumarlesturinn sem margir tóku þátt í.
Lesa meira