Fréttir

Bakað í féló

Ýmislegt er brallað í félagsmálum í Varmahlíðarskóla. Fimmtudaginn 26.febrúar var haldin kökubaksturskeppni á milli bekkja þar sem hver bekkur tefldi fram einu keppnisliði.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra Upplestrarkeppnin verður haldin þriðjudaginn 10. mars kl. 17 í sal bóknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þá keppa allir vinningshafar keppninnar úr öllum skólum í Skagafirði. Fyrir hönd Varmahlíðarskóla keppa Jódís Helga, Lilja Margrét og Sindri Hólm en María Sigríður er til vara. Við hvetjum alla sem kunna að meta vel æfðan lestur sagna og ljóða að mæta og styðja okkar fólk.
Lesa meira

BINGÓ!

Á fimmtudagskvöldið kl. 20:00 halda nemendur í 10. bekk bingó í Varmahlíðarskóla. Allir gallharðir bingóunnendur eru hvattir til að mæta og styðja 10. bekkinga í fjárölfun þeirra fyrir Danmerkurferðina.
Lesa meira

Höfuðfatadagur

Á morgun, þriðjudag, er höfuðfatadagur í Varmahlíðarskóla. Eru þá allir - nemendur og starfsfólk - hvattir til að mæta með höfuðklæðnað af einhverju tagi
Lesa meira

Glaðir 9. bekkingar eftir Hólanám

Hestafræðinám 9. bekkinga lauk í gær eftir fjögurra daga skólavist þeirra á Hólum á svokölluðum Hestadögum háskólans á Hólum.
Lesa meira

Upplestrarkeppnin 2015

Á fimmtudag í þessari viku kl. 13:00 verður upplestrarkeppnin í 7. bekk haldin í Varmahíðarskóla. Ef veðrið á fimmtudaginn verður samkvæmt núverandi spá og fresta verður öllu skólahaldi, verður keppnin hinsvegar haldin þriðjudaginn 3. mars kl. 13. Vonandi mun þó ekki koma til þess.
Lesa meira

Nemandi í Varmahlíðarskóla vinnur eldvarnargetraun

Hákon Kolka í 3. bekk datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann vann getraun Eldvarnaátaks Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í Skagafirði.
Lesa meira

9. bekkur á Hólum

Í dag fóru nemendur í 9. bekk í Hóla í Hjaltadal þar sem þeir verða nemendur hjá nemum á hestabrautinni á Hólum.
Lesa meira

Vetrarfrí framundan

Vetrarfrí í Varmahlíðarskóla verður frá n.k. miðvikudegi til föstudags. Á miðvikudaginn, öskudag, verður foreldrafélagið með skemmtun í íþróttahúsinu sem hefst kl. 13 og stendur til hálfþrjú.
Lesa meira

Söngleikurinn Footloose endursýndur!

N.k. miðvikudag, 11. febrúar, ætla nemendur í eldri bekkjum að endursýna stórverkið Footloose. Sýningin verður að sjálfsögðu í Miðgarði og hefst kl. 20:00. Aðgangseyrir er kr. 1.500. Mikill spenningur hefur verið fyrir að sýna verkið aftur, ekki síst hjá þeim sem ekki komust á sjálfa árshátíðina þannig að nemendur ætla að láta slag standa.
Lesa meira