Fréttir

Gaman saman í göngutúr

Mánudaginn 4. maí fóru krakkarnir í skólahópi leikskólans Birkilundar og nemendur 1. – 3. bekkjar Varmahlíðarskóla í sameiginlega gönguferð. Gengið var niður að Hestavígshamrinum neðan við Víðimel.
Lesa meira

Geðorðin 10

Fyrir nokkru fór af stað vinna í öllum bekkjum - og meðal starfsfólks - með geðorðalistann góða sem Geðrækt gaf út fyrir nokkrum árum. Hver bekkur fékk úthlutað einu geðorði, eða setningu til að vinna með, og sýndu þeir svo afraksturinn í setustofunni nú nýverið.
Lesa meira

Útskriftaferðin - síðasta sýning

Á morgun, þriðjudag sýnir leiklistaval Útskriftaferðina í allra síðasta sinn. Sýning verður kl. 12:30 í Menningarhúsinu Miðgarði og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis.
Lesa meira

Sundlaug lokað

Þann 27.apríl mun sundlauginni í Varmahlíðl verða lokað vegna viðhalds.Tækjasalur og Íþróttasalur eru opnir eftir sem áður. Opnun verður auglýst þegar viðhaldi og hreinsun er lokið inn á heimasíðu skólans og sveitafélagsins.
Lesa meira

4. bekkur fræðir um sólkerfið

Nemendur í 4. bekk héldu kynningu á sólkerfinu fyrir foreldra sína, starfsfólk og nemendum úr 2., 3. og 5. bekk. Þeir voru með skjásýningar um pláneturnar og sólina, sýndu myndverk af sólkerfinu og buðu svo upp á kaffi og meððí sem þeir höfðu útbúið í heimilisfræði.
Lesa meira

Vel heppnuð Þjóðleikshátíð Á Egilsstöðum

12 nemendur í leiklistavali skólans sneru kátir heim á laugardagskvöldið, eftir tveggja daga hátíðarhöld á Egilsstöðum. Hátíðin er lokahnikkurinn í þátttöku hópsins í verkefninu Þjóðleikur sem er á vegum Þjóðleikhússins. Á hátíðinni sýndi hópurinn leikritið Útskriftaferðina eftir Björk Jakobsdóttur en á hátíðinni voru átta aðrir leikhópar, þ.á.m. frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Lesa meira

Skíðaferð hjá 2., 3. og 9. bekk framundan

Á mánudaginn n.k. er fyrirhuguð skíðaferð hjá 2., 3. og 9. bekk, ef veður leyfir. Að sjálfsögðu þurfa nemendur að koma með töskurnar sínar ef ferðin verður felld niður.
Lesa meira

Frábær skíðaferð

Í gær fóru 1., 4. og 6. bekkur á skíði í Tindastól. Veðrið var með besta móti, sól og peysuhlýtt og færið ágætt þar sem snjór troðinn.
Lesa meira

Aðalfundur Ú. Í. Smára

Aðalfundur U.Í.Smára verður haldinn í dag, miðvikudaginn 15.apríl kl.18:30 í Varmahlíðarskóla. Á dagskrá er venjuleg aðalfundarstörf og eru allir velkomnir.
Lesa meira

Skíðaferð á morgun

Á morgun, fimmtudag, er fyrirhuguð skíðaferð hjá 1., 4. og 6. bekk. Þá er um að gera að allir nemendur mæti vel klæddir á morgun og vopnaðir góða skapinu!
Lesa meira