22.04.2015
Þann 27.apríl mun sundlauginni í Varmahlíðl verða lokað vegna viðhalds.Tækjasalur og Íþróttasalur eru opnir eftir sem áður.
Opnun verður auglýst þegar viðhaldi og hreinsun er lokið inn á heimasíðu skólans og sveitafélagsins.
Lesa meira
21.04.2015
Nemendur í 4. bekk héldu kynningu á sólkerfinu fyrir foreldra sína, starfsfólk og nemendum úr 2., 3. og 5. bekk. Þeir voru með skjásýningar um pláneturnar og sólina, sýndu myndverk af sólkerfinu og buðu svo upp á kaffi og meððí sem þeir höfðu útbúið í heimilisfræði.
Lesa meira
20.04.2015
12 nemendur í leiklistavali skólans sneru kátir heim á laugardagskvöldið, eftir tveggja daga hátíðarhöld á Egilsstöðum. Hátíðin er lokahnikkurinn í þátttöku hópsins í verkefninu Þjóðleikur sem er á vegum Þjóðleikhússins. Á hátíðinni sýndi hópurinn leikritið Útskriftaferðina eftir Björk Jakobsdóttur en á hátíðinni voru átta aðrir leikhópar, þ.á.m. frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Lesa meira
17.04.2015
Á mánudaginn n.k. er fyrirhuguð skíðaferð hjá 2., 3. og 9. bekk, ef veður leyfir. Að sjálfsögðu þurfa nemendur að koma með töskurnar sínar ef ferðin verður felld niður.
Lesa meira
10.04.2015
Í gær fóru 1., 4. og 6. bekkur á skíði í Tindastól. Veðrið var með besta móti, sól og peysuhlýtt og færið ágætt þar sem snjór troðinn.
Lesa meira
08.04.2015
Aðalfundur U.Í.Smára verður haldinn í dag, miðvikudaginn 15.apríl kl.18:30 í Varmahlíðarskóla.
Á dagskrá er venjuleg aðalfundarstörf og eru allir velkomnir.
Lesa meira
08.04.2015
Á morgun, fimmtudag, er fyrirhuguð skíðaferð hjá 1., 4. og 6. bekk. Þá er um að gera að allir nemendur mæti vel klæddir á morgun og vopnaðir góða skapinu!
Lesa meira
30.03.2015
Opnunartímar íþróttahússins og sundlaugar eru sem hér segir:
Lesa meira
27.03.2015
Að hádegi í dag voru þeir frekar lúnir en ótrúlega glaðlegir, 10. bekkingarnir sem höfðu nýlokið við sólarhringsíþróttamaraþoni. Maraþonið endaði á hressandi sundspretti og tiltekt í íþróttasalnum.
Lesa meira
26.03.2015
Nú stendur yfir íþróttamaraþon 10. bekkjar en það er liður í fjáröflun nemenda fyrir Danmerkurferð þeirra í vor. Maraþoninu var ýtt úr vör á hefðbundinn hátt, þ.e.a.s. allir nemendur og starfsfólks skólans mættu út í íþróttahús kl. 13:20 og tóku þátt í allskyns leikjum og keppnum. Maraþoni 10. bekkinga lýkur svo sólarhring síðar eða kl. 12:00 á morgun, föstudag.
Lesa meira