Fréttir

Gjaldskrá hækkar í íþróttamiðstöðinni

Nú hefur gjaldskrá íþróttamiðstöðvarinnar verið hækkuð og sést á meðfylgjandi mynd.
Lesa meira

Samráðsdagur

Á mánudaginn 2. febrúar er samráðsdagur í Varmahlíðarskóla og því engin kennsla. Umsjónarkennarar hafa sent miða og/eða tölvupóst heim með tímasetningum á fundunum. Foreldrar og forráðamenn eru vinsamlegast beðnir um að láta vita ef tilgreindir tímar henta ekki.
Lesa meira

NEMENDUR PÆLA Í HALLGRÍMI PÉTURSSYNI

Nemendur í 1.-6.bekk fóru í samvinnu að tilefni af útgáfu bókarinnar Jólin hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur, en hún fjallar um æsku Hallgríms Péturssonar.
Lesa meira

Vinaliðar í vetur

Í gær hittust vinaliðar haust- og vorannar í myndatöku, ásamt Hafdísi Eddu. Vinaliðaverkefnið er starfrækt nú þriðja skólaárið í röð og ættað frá Noregi.
Lesa meira

Eldað í anda Sturlunga

Í dag smíðuðu nokkrir nemendur 6. bekkjar eldstó hjá Orra málmsmíðaskennara. Eldstó þessi er m.a. ætluð til brauðbaksturs og verður notuð bæði í heimilisfræði og í tengslum við Sturlungaverkefni, sem nemendur í 6. bekk eru aðalþátttakendur í.
Lesa meira

Footloose í fréttum hjá N4

Fréttamenn frá akureysku sjónvarpsstöðinni N4 mættu á generalprufu á Footloose s.l. föstudag.
Lesa meira

Hækkun mötuneytis

Frá og með 1. janúar 2015 hefur sveitarstjórnin ákveðið að hækka gjald vegna mötuneytis um 8%.
Lesa meira

Glæsileg árshátíð!

Árshátíð eldri bekkja tókst glimrandi vel s.l. föstudagskvöld, en þá sýndu nemendur 10. bekkjar, ásamt 7. - 10. bekkingum, dans- og söngleikinn Footloose.
Lesa meira

Árshátíð 7. - 10. bekkjar!

Nú standa yfir þrotlausar æfingar á dans- og söngleiknum Footloose, en hann verður sýndur á morgun, föstudag, kl. 20:00 í Miðgarði. Að lokinni sýningu verða kaffi og veitingar í skólanum. Kl. 22:00 - 00:30 er ball í Miðgarði sem Plötusnúðarnir DJ Amma og MC Morph sjá um, frístundastrætó ekur til og frá Varmahlíð. Aðgangseyrir kr. 1000. Eldri nemendur eru velkomnir.
Lesa meira

Gleðilegt 2015!

Gleðilegt nýár og kærar þakkir fyrir samstarf og samveru á gamla árinu. Skólahald hefst stundvíslega kl. 8:20 í fyrramálið, mánudag, með hefðbundinni stundarskrá. Þó mega nemendur í 10. bekk búast við að undirbúningur fyrir árshátíð hefjist þennan fyrsta skóladag nýja ársins.
Lesa meira