23.03.2015
Árshátíð yngri bekkja s.l. laugardag tókst prýðilega, en þá var sýndur söngleikurinn Allt í plati eftir Þröst Guðbjartsson í leikstjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur. Eins og áður var árshátíðin tekin upp og verður diskurinn til sölu hjá ritara þegar vinnslu á honum er lokið. Þangað til er hægt að sjá myndir teknar á árshátíðinni sem og generalprufunni.
Lesa meira
23.03.2015
Fyrirhugað er 5. og 10. bekkir skelli sér á skíði á morgun, ef veður leyfir. Sú stefna hefur lengi verið við lýði í skólanum að sem flestir bekkir komist á skíði einu sinni á vetri og er þessi vetur ekki frábrugðinn hinum.
Lesa meira
23.03.2015
Það var merkileg stund þegar allir nemendur og starfsmenn skólans söfnuðust úti á stétt til að bera sólmyrkvann hlífðum augum. Veðrið var með besta móti og því sást deildarmyrkvinn afar vel.
Lesa meira
23.03.2015
Kók í gleri og Mars-súkkulaði léku aðalhlutverk í féló s.l. fimmtudag þegar nemendur í 7. - 10. stunduðu kappát sín á milli.
Lesa meira
20.03.2015
Generalprufa á leikritinu Allt í plati gekk afar vel í dag. Eftir að sólmyrkvi var yfirstaðinn hófst sýningin. En eins og vant er horfðu allir nemendur og starfsmenn á sýninguna, ásamt eldri deildarkrökkum og starfsfólki á leikskólanum.
Lesa meira
19.03.2015
Árshátíð 1. - 6. bekk verður haldin á laugardaginn n.k. en það er leikritið Allt í plati eftir Þröst Guðbjartsson. Leikstjóri er Helga Rós Sigfúsdóttir.
Lesa meira
19.03.2015
Eins og flestir vita verður á morgun, föstudag, mesti sólmyrkvi sem sést hefur á Íslandi í 61 ár. Í Varmahlíðarskóla munu allir nemendur og starfsmenn bregða sér út og berja þennan merkisviðburð augum - þó ekki með berum augum.
Lesa meira
12.03.2015
Í gær fylgdu nemendur 8. - 10. bekkjar keppendum Varmahlíðarskóla í Skólahreysti á Akureyri, en lið skólans lenti í þriðja sæti á eftir Dalvíkingum og Króksurum.
Lesa meira
12.03.2015
S.l. þriðjudag var Stóra upplestrarkeppnin haldin í sal bóknámshússins í FNV og kepptu efstu þrír nemendur hvers skóla í Skagafirði. Það var hún Jódís Helga Káradóttir sem bar sigur úr bítum, en ítarlegri grein birtist á síðu Sveitafélagsins Skagafjarðar.
Lesa meira
10.03.2015
Á morgun, 11. mars, verður Skólahreysti haldin á Akureyri og fylgja nemendur 8. - 10. bekkjar sínu liði. Lagt verður af stað frá skólanum um 8:30 í fyrramálið og komið aftur heim í Varmahlíð kl. 18:40.
Lesa meira