23.10.2015
Í dag kl. 14:00 verður 10. bekkur með dýrindis kökubasar til fjáröflunar Danmerkurferðar í vor. Að venju er úrvalið fjölblreytt, frá gerbrauði til skrautlegra hnallþóra. Allir velunnarar skólans sem og aðrir sælkerar eru hvattir til að mæta.
Lesa meira
23.10.2015
Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð þriðjudaginn 27.okt. vegna viðgerðar. Íþróttahúsið verður opið svo æfingar raskast ekki.
Lesa meira
23.10.2015
Ýmislegt kemur úr ofnum heimilisfræðistofunnar. Í gær bökuðu krakkarnir í 3. bekk bollustelpu og fóru með í stofuna sína. Þar buðu þeir nemendum 4. bekk með sér, en 3. og 4. bekkir eru í samkennslu að öllu jöfnu.
Lesa meira
23.10.2015
Um daginn fengu nemendur í 1. bekk lausan tauminn í setustofu. Að venju voru það Kapla kubbarnir svokölluðu sem áttu hug krakkana og náðist mynd af einu hæsta mannvirki sem þeir hafa verið notaðir í.
Lesa meira
20.10.2015
Í dag lauk kosningum til nemendaráðs. Frambjóðendur í 10. bekk fluttu framboðsræður sínar fyrir nemendur í 7. - 10. bekk en nemendur úr 8. - 10. bekk kusu svo formenn til nemendaráðs. Þeir sem kosnir voru í ráðið eru:
Lesa meira
14.10.2015
Fimmtudag og föstudag - 15. og 16. október - er vetrarfrí í Varmahlíðarskóla. Sjáumst hvíld og endurnærð á mánudaginn 19. október.
Lesa meira
13.10.2015
Krakkarnir í 3. og 4. bekk hafa í haust verið að læra um tré. Í síðustu viku fórum við í göngu- og skoðunarferð um nágrennið og unnum nokkur verkefni úti. Kennaraneminn Mekkin Einarsdóttir var með í för og tók nokkrar myndir.
Lesa meira
12.10.2015
Allir geta verið sammála um að læsi er einn af undirstöðuþáttum menntunar. Þegar talað er um læsi er átt við alla þætti þess, þ,e, lestur, hlustun, tal og ritun. Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um læsi og hvernig íslenskir nemendur standa sig prófum sem mæla læsi. Í framhaldi þess hafa margir bent á nauðsyn þess að marka ákveðna stefnu um læsi sem gerir menntastofnunum auðveldara um vik að samræma og framfylgja kröfum um betra læsi. Við hér í Skagafirði höfum ekki farið varhluta af þessari umræðu og núna í vetur er unnið að gerð læsistefnu fyrir alla leik- og grunnskóla í Skagafirði auk Tónlistarskóla Skagafjarðar. Skipað var í Læsisráð sem vinnur undir stjórn Sigurlaugar Brynleifsdóttur.
Lesa meira
07.10.2015
Fyrsta söngstundin var haldin í gær, þriðjudag. Helga Rós Indriðadóttir stýrði fjöldasöng og undirleik sá Stefán um.
Lesa meira
07.10.2015
Í vor tóku 4 nemendur úr Varmahlíðarskóla þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Þeir Jón Hjálmar og Svend Emil unnu til bronsverðlauna í flokki 6. bekkinga með plastþjöppunni sinni. Í dag halda þeir félagar af stað til Vestmannaeyja til að skoða Fablab smiðjuna þar. Þar munu verðalunahafarnir dvelja í tvo daga.
Lesa meira