26.11.2015
Þessa viku er eldvarnarvikan í 3. bekk. Af því tilefni komu slökkviliðsmenn frá Sauðárkróki til okkar í dag og kynntu fyrir okkur eldvarnir og sýndu fræðslumynd. Einnig dreifðu þeir eldvarnargetrauninni og færðu krökkunum smá gjafir.
Lesa meira
19.11.2015
Minnum á Aðventuhátíð foreldrafélagsins n.k. laugardag 21.nóvember kl. 13-15. Ýmislegt skemmtilegt föndur í boði; tálgun, jólakort, pappírsföndur, perl, piparkökuskreytingar og fleira. 10.bekkur selur kaffi, kakó og vöfflur til styrktar ferðasjóði sínum og tónlistaratriði verða frá tónlistarskólanum. Allir velkomnir og við hvetjum foreldra og aðstandendur að koma og eiga skemmtilega stund með börnum sínum. Gott væri að koma með pennaveskið með lími, skærum og litum.
Bestu kveðjur frá foreldrafélaginu.
Lesa meira
18.11.2015
Margir nemendur í Varmahlíðarskóla eru gæddir sjálfsbjargarviðleitni. Um daginn áskotnaðist 7. bekkingum sófi hjá Sigrúnu umsjónarkennara sínum en nokkrir úr bekknum örkuðu til kennarans og sóttu gripinn. Atburðurinn náðist á mynd.
Lesa meira
18.11.2015
Í gær var myndin Fellum grímuna sýnd í 7. til 10. bekkjum en hún fjallar um þá staðreynd að ,,öll erum við mannleg, enginn er fullkominn og mjög margir glíma við vanda á borð við kvíða, meðvirkni og fullkomnunaráráttu einhvern tímann á lífsleiðinni."
Lesa meira
17.11.2015
Í tilefni af Degi íslenskrar tungu fluttu Skagfirski kammerkórinn ásamt 7. bekk Varmahlíðarskóla fróðleik um skáldkonuna Ólínu Jónasdóttur frá Fremri-Kotum í tali og tónum. Nemendur fluttu valda kafla úr bókum Ólínu auk þess að flytja ljóð og að endingu taka lagið með kórnum. Allir nemendur stóðu sig með einstakri prýði. Eftir þessa frábæru skemmtun bauð Skagfirski kammerkórinn upp á kaffi og meðlæti sem gladdi þá fjölmörgu gesti sem mættu enn frekar.
Lesa meira
28.10.2015
Í gær mættu bangsar af ýmsu tagi með eigendum sínum og eyddu gæðadegi við nám og leik.
Lesa meira
28.10.2015
Fjórar stúlkur úr Varmahlíðarskóla unnu undankeppni Stíls hjá fèlagsmiðstöðinni Frið sem haldin var s.l. mánudag. Sex lið tóku þàtt í ár, þar af þrjú lið héðan úr skólanum. Vinningshafarnir verða fulltrúar Friðs í Hörpu þann 28.nóvember n.k. Til hamingju Þórkatla, Álfrún Lilja, Thelma Björkog Ása Sóley.
Lesa meira
28.10.2015
Þrír nemendur úr skólanum stóðu sig með prýði á Íslandsmeistaramóti í glímu 15 ára og yngri, sem haldið var í Njarðvík um síðustu helgi.
Guðmundur Smári hreppti 1. sæti í flokki 13 ára, en í flokki 14 ára lenti Þórir Árni í öðru sæti og Skarphéðinn Rúnar í 3. sæti.
Lesa meira
23.10.2015
Vinadagurinn var haldinn hátíðlegur í Árskóla fjórða sinn, miðvikudaginn 14. október. Þá hittust allir nemendur og starfsmenn grunnskólanna í Skagafirði, ásamt skólahópum úr leikskólum fjarðarins.
Lesa meira
23.10.2015
Á morgun fylgir Karl glímuþjálfari Lúðvíksson þremur nemendum til Njarðvíkur en þar taka þeir þátt í Meistaramóti Íslands 15 ára og yngri. Þetta eru þeir Þórir Árni og Skarphéðinn í 9. bekk og Guðmundur Smári í 8. bekk.
Lesa meira