Fréttir

Stórskemmtilegt í Kardemommubæ

Árshátíð yngri bekkja skólans tókst með glans í Miðgarði í gær. Nemendur fluttu leikritið Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner undir leikstjórn Ólafar Hugrúnar Valdimarsdóttur...
Lesa meira

Hátíð í bæ!

Árshátíð 1. til 6. bekkjar Varmahlíðarskóla verður haldin í Miðgarði fimmtudaginn 10. apríl nk. kl. 14. Nemendur setja upp leikritið Kardemommubæinn eftir ThorbjØrn Egner. Kaffihlaðborð verður í grunnskólanum að lokinni sýningu og er innifalið í miðaverðinu. Leikstjóri sýningarinnar er Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, leiklistarkennari og leikkona. Almennt miðaverð kr. 2000,-.
Lesa meira

Öðruvísi fimmtudagur 3. apríl

Vegna fyrirlesturs fyrir starfsfólk um geðrækt í skólanum fara nemendur í 1. til 5. bekk heim kl. 14 með skólabílum. 6. bekkur verður að æfa fram eftir degi og þurfa að finna sér skutl heim. Starfsmaður frá Húsi frítímans verður með afþreyingu frá kl. 14 fyrir eldri nemendur. Fermingarhópur verður á Löngumýri. Í framhaldi verður diskó til kl.21 og svo sleepover fyrir 9.-10.bekk. Forráðamönnum er boðið á fyrirlestur um geðrækt í skólanum kl. 16:30.
Lesa meira

Ferðalangur og leiðsögumenn í 4. bekk

Á mánudaginn var ákveðið að umsjónarkennari 4. bekkjar hún Hafdís yrði ferðamaður og nemendur leiðsögumenn. Það var ákveðið að skógurinn í kringum skólann væri svæðið sem þau ættu að sýna. Byrjað var á því að sýna stærsta tréð í skóginum og ber það nafnið Fríður að sögn.
Lesa meira

Byrjendalæsi-Útikennsla

Föstudaginn 14. mars voru nemendur í 1.-3. bekk að vinna saman í Byrjendalæsi. Unnu nemendur í hópum og hver hópur bjó til leikrit sem var síðan sýnt í útileikhúsi fyrir sunnan skólann. Allir skemmtu sér vel þrátt fyrir snjó og smá kulda.
Lesa meira

Heimsókn úr Hálsaskógi

Í morgun fengum við góða gesti í skólann. Þar var á ferðinni leikhópur nokkurra 10. bekkinga frá Sauðárkróki sem sýndu okkur valin atriði úr leiksýningunni Dýrin í Hálsaskógi sem sýnd er um þessar mundir. Mikil ánægja var með komu dýranna sem heimsóttu yngstu nemendur inn í bekki eftir sýningu.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Framúrskarandi árangur enn og aftur. Ari Óskar Víkingsson úr Varmahlíðarskóla hreppti fyrsta sæti og Friðrik Snær Björnsson var í öðru sæti. Flott hjá ykkur! Þórkatla B.S. Þrastardóttir var fulltrúi skólans sem og Dalmar Marinósson sem varamaður og var upplestur þeirra líka einkar góður. Ester María Eiríksdóttir var í þriðja sæti en hún kemur úr Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi.
Lesa meira

Nemendaráð tekið tali

Um daginn tók ljósmyndahópurinn - Fríða, Gréta María, Inga og Stefanía - viðtal við meðlimi nemendaráðs:
Lesa meira

Öðruvísi heimilisfræði

Þriðjudaginn 11.mars fóru nemendur í 3.bekk til Sigfríðar og lærðu að leggja á borð.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 13. mars fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Varmahlíðarskóla. Nemendur í 7. bekk, 14 talsins, kepptu til úrslita og stóðu þeir sig allir með mikilli prýði....
Lesa meira