Fréttir

Valgreinar á vorönn

Nemendur í 8. til 10. bekk fengu með sér í dag umsóknarblað fyrir valgreinagreinanámskeið sem í boði verða á vorönninni. Hér á forsíðunni til hægri undir flipanum Valgreinahefti er hægt að skoða námskeiðslýsingar. Við hvetjum nemendur og forráðamenn að gefa sér tíma á næstu dögum til að fara yfir heftið og skila svo valblaðinu sjálfu til ritara í síðasta lagi þriðjudaginn 14. janúar. Valnámskeiðin hefjast í vikunni 20. til 24. janúar.
Lesa meira

Litlu-jólin

Þann 19. desember gengu litlu-jólin í garð í Varmahlíðarskóla. Dagskrá var með hefðbundnu sniði en jafnframt voru þó nokkrar nýjungar á boðsstólum.
Lesa meira

Jólaopnun íþróttamiðstöðvar Varmahlíðar

Opnunartímar íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð yfir hátíðarnar verða sem hér segir:
Lesa meira

Jólafrí

Skrifstofa skólans er lokuð frá hádegi 20. desember til 3. janúar 2014. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 6. janúar. Opnunartími sundlaugar um hátíðarnar: 20.des 9:00-14:00 21.des 10:00-15:00 23.des 10:00-15:00 26.des til 30.des 10:00-15:00 31.des og 1.jan lokað 2.jan 16:00-21:00
Lesa meira

Stuttmyndaval heldur bíósýningu

Í dag var afrakstur stuttmyndavalsins sýndur. Var öllum nemendum og starfsfólki boðið upp á 12 myndir af ýmsu tagi.
Lesa meira

Leiklistaval frumsýnir jólaleikrit

Í vetur hafa nemendur í leiklistavali æft jólaleikritið Kjóllinn hennar Grýlu.
Lesa meira

Piparkökuhúsakeppnin

Hin árlega piparkökukeppni heimilisvalsins var haldin í dag en hún hófst með sýningu á húsunum fyrr í dag og leynilegri kosningu.
Lesa meira

Heilsueflandi grunnskóli

Varmahlíðarskóli er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli. Á skólaárinu 2013 -2014 verður unnið sérstaklega með þáttinn geðrækt.
Lesa meira

7. bekkur og Kammerkór Skagafjarðar

Á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember síðastliðinn, blés Kammerkór Skagafjarðar til dagskrár í tali og tónum tileinkaða Þorsteini Erlingssyni skáldi. Nemendur 7. bekkjar tóku þátt í dagskránni og sögðu frá ævi og störfum skáldsins auk þess sem þeir sungu með kórnum en líka ein og sér.
Lesa meira

Aðventuföndur foreldrafélagsins

Það var álit flestra að aðventuföndurdagur foreldrafélagsins í gær hafi tekist afar vel.
Lesa meira