24.10.2013
Hér má sjá nemendur Varmahlíðarskóla sem komast í úrvalslið FRÍ. Frá vinstri Haukur Ingvi Marinósson í 10. bekk, Einar Örn Gunnarsson í 10. bekk, Fríða Isabel Friðriksdóttir og Vala Rún Stefánsdóttir, 9. bekk. Á myndina vantar Hrafnhildi Gunnarsdóttur í 10. bekk. Skólinn er stoltur af þessum flottu fulltrúum ungu kynslóðarinnar sem eru í hópi 90 ungmenna af landinu öllu og eru fimm af sjö í Skagafirði sem komast í liðið.
Lesa meira
22.10.2013
Af sjö Skagfirðingum sem komust í úrvalshóp unglinga 15 - 22 ára hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands, eru 6 úr Varmahlíðarskóla.
Lesa meira
21.10.2013
"Enginn er góður í öllu, allir eru góðir í einhverju"
Lesa meira
15.10.2013
Nú þegar ný heimasíða hefur verið tekin í gagnið er ekki úr vegi að birta myndir af skólasetningu 28. ágúst 2013 :-)
Lesa meira
15.10.2013
Margir brugðust vel við ákalli um að styðja árvekniátak Krabbameinsfélagsins og mættu í einhverju bleiku. Myndir fylgja
Lesa meira
15.10.2013
S.l. fimmtudag kepptu 8., 9. og 10. bekkur sín á milli í kökugerð. Myndir fylgja.
Lesa meira
14.10.2013
"Enginn getur eignast vin nema að vera vinur sjálfur"
Lesa meira
10.10.2013
Nemendur í 10. bekk skólans verða með kökubasar í KS Varmahlíð föstudaginn 11. október kl. 13:30. Ýmis konar góðgæti með kaffinu.
Allir velkomnir!
Lesa meira
09.10.2013
Varmahlíðarskóli tekur þátt í árvekniátaki Krabbameinsfélagsin með því að hafa bleikan dag á föstudaginn kemur, en bleikur er baráttulitur októbermánaðar. Við hvetjum starfsfólk og nemendur að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.
Njótum dagsins saman og vekjum um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameini hjá konum.
Lesa meira
08.10.2013
Fyrsti samráðsdagur vetrarins er á morgun, miðvikudaginn 9. nóvember 2013. Forráðamenn ásamt börnum sínum mæta til umsjónarkennara og ræða líðan og frammistöðu sinna barna í leik og starfi.
Ef þurfa þykir þá verða sérgreinakennarar, annað starfsfólk og skólastjórnendur líka til viðtals á samráðsdegi. Forráðamenn fara þá á skrifstofu skólans og spyrja eftir viðkomandi starfsmanni.
Lesa meira