Fréttir

Foreldrafundur um lestur og læsi

Í tengslum við árlegan fræðsludag starfsmanna leik-, grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar þann 11. nóvember n.k., sem að þessu sinni er helgaður lestri og læsi, er boðað til funda með foreldrum barna í Skagafirði. Fulltrúar úr læsisteymi Menntamálastofnunar mæta á fundina og fjalla um mikilvægi þess að taka virkan þátt í lestrarnámi barna sinna frá unga aldri. Nú er verið að leggja lokahönd á sérstaka læsisstefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og eru fundir þessir liðir í þeirri vinnu
Lesa meira

Kökubasar!

Á morgun, föstudag, halda nemendur 10. bekkjar dýrindis kökubasar til styrktar ferðasjóð sínum. Hefst hann kl. 14:00 niðri í Kaupfélaginu í Varmahlíð og stendur yfir þar til síðasta sort er seld.
Lesa meira

Lokun í íþróttahúsinu og sundlaug

Á föstudaginn 21. október verður íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð lokað vegna vetrarfrís í skólanum.
Lesa meira

Heilsueflandi skóli

Teymið í Heilsueflandi skóla hittist á stuttum fundi nú í vikunni, en vetur verður áherslan lögð á lífsleikni. Þann 8. september síðastliðinn var haldinn hreyfidagur í skólanum. Þá var boðið upp á ýmsar stöðvar s.s. hoppudýnu, leiki á íþróttavelli, minigolf, bátafjör í sundlauginni og loftbolta í íþróttahúsinu. Stefnt verður að því að fá fræðslu um sjálfsmynd og sjálfstyrkingu fyrir nemendur á unglingastig nú í vetur.
Lesa meira

Kennaraþing 7. október

Á morgun, föstudag, verður kennaraþing á Norðurlandi vestra haldið á Hvammstanga og því er engin kennsla.
Lesa meira

Nýtt nemendaráð

Í gær lauk kosningum í nemendaráð í Varmahlíðarskóla. Í hverjum bekk höfðu 4 - 8 nemendur boðið sig fram og héldu framboðsræður fyrir sína bekki. Undantekningin voru þó frambjóðendur 10. bekkjar sem fluttu sitt framboð fyrir alla nemendur í 7. - 10. bekk. Í kjölfarið kusu svo nemendur úr 8. - 10. bekk. Nýtt nemendaráð er eftirfarandi:
Lesa meira

Norræna skólahlaupið

Á morgun þriðjudag ætlum við að hlaupa Norræna skólahlaupið eftir morgunmat. Nemendur er beðnir um að koma búnir eftir veðri og vel skóaðir. Hefð er fyrir því að skella sér í sundlaugina eftir hlaupið og því þurfa allir að hafa með sér sundföt. Fyrsti tími fyrir morgunmat sem og tímar eftir hádegi eru samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Opnun bókasafnsins

Bókasafn skólans verður opið fyrir almenning mánudaga og fimmtudaga kl. 14:00 – 16:00. Allir eru velkomnir.
Lesa meira

Haustfundir um skólastarf Varmahlíðarskóla

Haust- og kynningafundir fyrir foreldra og forsjáraðila verða miðvikudaginn 14. september kl. 15:00-16:00 í Varmahlíðarskóla. Fundirnir eru blanda af fræðslu, spjalli og samveru sem er okkur afar mikilvæg til að efla og treysta tengslin milli skólans og heimilanna.
Lesa meira

Fjölmiðlaval í Varmahlíðarskóla

Á haustdögum var boðið upp á nýtt valnámskeið í Varmahlíðarskóla - svokallað Fjölmiðlaval. Meginmarkmið námskeiðsins er að gera nemendur upplýstari um góða fréttamennsku og leiðir til að miðla fréttum. Áætlað er að afrakstur valtímanna nýtist sem fréttaveita úr daglegu lífi nemenda og starfsfólks Varmahlíðarskóla
Lesa meira