27.05.2017
Vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks verður skrifstofa skólans lokuð frá 29. maí til 2. júní. Hefðbundin opnun eftir Hvítasunnu.
Lesa meira
24.05.2017
Skólaslit Varmahlíðarskóla og útskrift 10. bekkjar verður við hátíðlega athöfn í Miðgarði kl. 20:00 í kvöld, miðvikudaginn 24. maí. Dagskrá er hefðbundin, skólastjóri og aðstoðarskólastjóri fara yfir starf vetrarins. Formenn nemendaráðs flytja ávörp og tónlistaratriði eru flutt. Allir nemendur fá afhent sín vitnisburðarskírteini. Hápunktur athafnarinnar er útskrift 10. bekkjar og afhending viðurkenninga.
Kaffiveitingar í skólanum að athöfn lokinni.
Lesa meira
19.05.2017
Að þessu sinni komust 4 nemendur Varmahlíðarskóla áfram í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.
Dómnefnd NKG valdi 25 hugmyndir sem komust í svokallaða vinnusmiðju og keppa til úrslita. Hugmyndirnar 25 voru valdar úr hópi 1100 umsókna sem bárust í NKG árið 2017. Þær Lilja Diljá Ómarsdóttir og Þóra Emilía Ólafsdóttir úr 6. bekk fóru áfram með hugmyndina “Barnabjargari”. Og þeir Indriði Ægir Þórarinsson og Óskar Aron Stefánsson úr 7. bekk komust áfram með tvær hugmyndir, þ.e. “Lyklaklemmu” og “Einfalda markatöng”. Vinnusmiðjan hófst í gær og verða úrslit gjörð kunn í lokahófi á laugardag.
Lesa meira
26.04.2017
Stærðfræðikeppni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar hefur verið haldin árlega í 20 ár. Úrslitakeppnin fór fram í gær, þriðjudaginn 25. apríl. Stærðfræðikennarar framhaldsskólanna sjá samningu og yfirferð keppnisgagna, en grunnskólarnir um fyrirlögn í undankeppni. Undankeppnin fór fram í mars og komust 15 nemendur áfram í úrslitakeppnina. Einn nemandi Varmahlíðarskóla keppti í úrslitum, hún Jódís Helga Káradóttir sem náði öðru sæti. Allir þátttakendur fengu viðurkenningar og gjafir fyrir þátttökuna og voru verðlaun vegleg að vanda. Við óskum Jódísi Helgu hjartanlega til hamingju með árangurinn.
Lesa meira
26.04.2017
Það er komið að því! Úrslitakeppni skólahreystis í Laugardalshöll fer fram í kvöld kl. 20:15. Viðburðurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.
Unglingar Varmahlíðarskóla halda suður yfir heiðar í dag til að fylgja þátttakendum og hvetja lið skólans til dáða. Litur skólans er grænn og með í för hafa slegist einhver græn furðu- og lukkudýr sem munu leggja okkur lið við að hvetja lið skólans til dáða.
Lesa meira
18.04.2017
Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl, verður sundlaugin í Varmahlíð opin kl. 10:00-15:00.
Lesa meira
11.04.2017
Síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi var föstudaginn 7. apríl. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 18. apríl. Starfsfólk skólans sendir ykkur öllum bestu kveðjur um gleðilega páska.
Við minnum einnig á að föstudaginn 21. apríl er skipulagsdagur starfsfólks í skólanum, þá er ekki skóladagur hjá nemendum.
Lesa meira
11.04.2017
Sundlaugin í Varmahlíð er opin kl. 16-21, mánudag, þriðjudag og miðvikudag, þann 10. 11. og 12. apríl.
Skírdag, laugardaginn 15. apríl og annan í páskum er opið kl. 10-15 en lokað á föstudaginn langa og páskadag.
Lesa meira
07.04.2017
Síðasti liður í fjáröflun 10. bekkjar í Varmahlíðarskóla fyrir Danmerkuferðina í vor er sólahrings íþróttamaraþon. Það hófst stundvíslega klukkan 12.10 á fimmtudegi og hefur nú, þegar þetta er skrifað, staðið í rúmlega 22 tíma. Allur skólinn hóf leika með þeim og keppti hver bekkur í sérvalinni grein við 10. bekk auk þess sem starfsmenn og 10. bekkur öttu kappi. Áheitasöfnun gekk nokkuð vel og ekki er hægt að segja annað en að krakkarnir séu samviskusemin uppmáluð að passa upp á að alltaf sé einhver á hreyfingu. Að lokum vilja nemendur í 10. bekk þakka öllum þeim sem hafa stutt þá með einum eða öðrum hætti í vetur.
Lesa meira
06.04.2017
Í Varmahlíðarskóla var haldið upp á bláa daginn s.l. þriðjudag, en markmið dagsins er að vekja athygli á málefnum barna með einhverfu.
Flestir mættu í einhverju bláu og allir bekkir horfðu á myndband/bönd um einhverfu. Í kjölfarið var rætt um fjölbreytileika mannlífsins og það að tveir einhverfir einstaklingar geta verið gjörólíkir.
Lesa meira