Fréttir

Leikhópurinn Bíbí og blaka sýnir listir sínar

Síðastliðna viku dvaldi Leikhópurinn Bíbí og blaka í íþróttahúsinu við æfingar á sýningu sem fyrirhugað er að sýna í Reykjavík á haustdögum. Á föstudaginn fengu nemendur og starfsfólk að sjá afrakstur æfinganna á sérstakri sýningu sem sett var upp fyrir þau.
Lesa meira

1. bekkingar heimsækja Birkilund

Fyrsta heimsókn Gaman saman verkefnisins fór fram í síðustu viku þegar 1. bekkingar heimsóttu gamla leikskólann sinn, Birkilund. Urðu þar miklir fagnaðarfundir og var vel tekið á móti þeim af bæði börnum og starfsfólki. Krakkarnir léku úti með leikskólabörnunum og nutu veðurblíðunnar. Nokkrar myndir voru teknar í heimsókninni.
Lesa meira

Valgreinar haustið 2016

Í morgun fengu nemendur í 8. - 10. bekk kynningu á þeim valgreinum sem í boði eru fyrir áramót. Hér að neðan er hægt að sjá valgreinaheftið og eyðublað fyrir nemendur.
Lesa meira

Skólasetning

Nú er komið að því! Á morgun kl. 14:00 verður Varmahlíðarskóli settur. Skólasetning verður í íþróttahúsinu en þar á eftir fara nemendur með umsjónarkennurum sínum í sínar stofur og fá afhentar stundaskrár. Að lokum verður boðið upp á kaffi niðri í setustofu.
Lesa meira

Breyttur opnunartími íþróttahúss

Laugardaginn 27. ágúst breytist opnunartími íþróttahússins og sundlaugar í vetraropnun. Laugardaga og sunnudaga til 1.október verður opið frá 10 - 15, en eftir 1. október verður lokað á sunnudögum. Mánudaga og fimmtudaga verður opið kl. 9-21; Þriðjudaga og miðvikudaga verður opið kl. 9-20; Föstudaga verður opið kl. 9-14.
Lesa meira

Gátlistar og skólastart

Það styttist í skólasetningu og margir byrjaðir að undirbúa sig fyrir komandi skólaár. Gátlistar sem oft kallast innkaupalistar vegna skólabyrjunar 2016 eru nú birtir. Sem fyrr hvetjum við alla til að kanna hvað er til af skóladóti sem hægt er að nota aftur áður en haldið er út í búð til að kaupa nýtt skóladót. Skólinn verður settur miðvikudaginn 24. ágúst kl. 14:00.
Lesa meira

Innritun í 1. bekk Varmahlíðarskóla

Nú stendur yfir innritun nemenda í 1. bekk skólaárið 2016-2017 (börn fædd 2010). Skráning fer fram hjá skólaritara Varmahlíðarskóla.
Lesa meira

Opnun bókasafnsins

Bókasafnið verður opið eftirtalda miðvikudaga í sumar kl. 16:00 – 18:00. 15. júní 29. júní 13. júlí 27. júlí 10. ágúst
Lesa meira

Sundlaugin lokuð til kl. 16:00, mánud. 6. júní.

Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð til kl. 16:00, mánudaginn 6. júní, vegna skyndihjálparnámskeiðs starfsfólks.
Lesa meira

Skólaslit í Miðgarði á þriðjudagskvöld kl. 20:00

Skólaslit Varmahlíðarskóla verða haldin hátíðleg í Miðgarði, þriðjudagskvöldið 31. maí kl. 20:00. Kaffiveitingar að lokinni athöfn í Varmahlíðarskóla.
Lesa meira