31.03.2017
Páskabingó 10 bekkjar Varmahlíðarskóla verður í matsal skólans í dag, föstudaginn 31. mars kl. 17:00. Fjölbreyttir og flottir vinnningar að vanda, páskaegg og fleira. Veitingar seldar í hléi.
Allir velkomnir!
Lesa meira
29.03.2017
Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgjast með skólans málum að keppendur skólans unnu sinn riðil með glæsibrag á Akureyri í dag. Unnu þeir með 49 stig en nágrannarnir frá Grunnskólanum Austan Vatna fylgdu fast á eftir með 48 stig. Keppnin var hörkuspennandi fram á síðustu stundu. Myndir birtast......
Lesa meira
29.03.2017
Í gær lenti Einar Kárason í þriðja sæti í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin var í Bóknámshúsi FNV á Sauðárkróki. Keppnin var að sögn áheyrenda jöfn en endaði þó að Jón Pálmason, Árskóla, hreppti fyrsta sætið, Íris Helga Aradóttir, einnig Árskóla, lenti í öðru sæti og Einar í því þriðja, eins og áður sagði. Í ár lásu nemendur brot úr skáldsögu Andra Snæs Magnússonar, Blái Hnötturinn sem og valin ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur. Nokkrar myndir fylgja....
Lesa meira
29.03.2017
Í vikunni heimsótti skólahópur Birkilundar nemendur í 3. og 8. bekk. Skólahópskrakkarnir fengu fínustu móttökur hjá nemendum
Þann 21. mars var alþjóðlegi Down´s dagurinn haldinn hátíðlegur. Þorri nemenda og starfsfólks klæddi sokkum í öllu litrófinu og hittust svo í setustofunni til að hlýða á söng og spil sem og syngja saman.
Lesa meira
17.03.2017
Nemendum 9.-10. bekkjar var boðið í námsferð suður til Reykjavíkur í gær á Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu sem haldið er dagana 16.-18. mars í Laugardalshöll. Okkar nemendur koma við sögu í umfjöllun fjölmiðla á viðburðinum í gær.
Lesa meira
16.03.2017
S.l. þriðjudag sýndu nemendur 8. bekkjar leikritið Gunnlaugssaga Ormstungu. Tvær sýningar voru fyrir fullu Héðinsminni og voru gestir m.a. 8. bekkingar úr Árskóla á Sauðárkrók, en þar lesa menn líka Gunnlaugssögu sem hluta af íslenskunámi.
Lesa meira
14.03.2017
Skíðaferð 4. - 8. bekkjar sem farin var í gær, tókst afar vel. Veðrið var með besta móti og færið ásættanlegt. Bæði nemendur og starfsfólk komu allir heilir heim, fyrir utan hefðbundna strengi og stöku marbletti. Nokkrar myndavélar fylgdu með og náðu flestum á filmu, þó ekki þeim sem eyddu lunganum úr deginum í gilinu. Á myndasíðunni eru einnig myndir frá fyrri skíðaferð vetrarins frá í febrúar
Lesa meira
08.03.2017
Í gær færðu fulltrúar þorrablóts Seyluhrepps skólanum góða gjöf. Fyrir afganginn af innkomu þorrablótsins s.l. febrúar, ákvað nefndin að gefa skólanum þráðlausa hljóðnema. Þeir munu nýtast skólanum á ýmsa vegu, t.d. í árshátíðarsýningum, á viðburðum í íþróttasalnum, í ýmsum upplestri ofl.
Kann Varmahlíðarskóli nefndarmeðlimum bestu þakkir.
Lesa meira
27.02.2017
Ingimar Hólm í 3. bekk vann til verðlauna í Eldvarnargetraun á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Fyrir áramót fengu nemendur 3.bekkjar heimsókn frá Landssambandinu og tóku þátt í getrauninni. Nú í síðustu viku var dregið úr réttum svörum og kom
Svavar slökkviliðsmaður í síðustu viku og veitti verðlaunin.
Lesa meira
23.02.2017
Í dag var upplestrarhátíð skólans haldin hátíðleg í setustofu. Að vanda var foreldrum og forráðamönnum boðið, ásamt nemendum 6. bekkjar. Eins og gerist á hverju ári var dómurum gert afar erfitt fyrir að velja þar sem allir nemendur stóðu sig með stakri prýði, enda búnir að æfa lestur stíft síðustu vikur. Þeir sem komust áfram eru: Einar Kárason, Katrín Ösp Bergsdóttir og Óskar Aron Stefánsson. Steinar Óli Sigfússon er til vara. Dómarar að þessu sinni voru þau Ásdís Hermannsdóttir, Helga Sjöfn Helgadóttir og Trostan Agnarsson.
Lesa meira