Fréttir

Skólabúðir 9. bekkjar að Laugum

Nemendur í 9. bekk Varmahlíðarskóla fóru í byrjun október 2017 í heila viku í Ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum í Sælingsdal. Það var í fyrsta skipti sem nemendur skólans tóku þátt en stefnt er að því næstu skólaárin að nemendum í 9. bekk gefist kostur á þátttöku.
Lesa meira

Samráðsfundir

Samráðsdagur er í Varmahlíðarskóla miðvikudaginn 7. febrúar, en þá mæta nemendur ásamt forsjáraðila til samstals við umsjónarkennara. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í viðtölinm foreldrar fara inn í Mentor og panta viðtal hjá umsjónarkennara síns barns. Skráning verður opin til sunnudagsins 4. febrúar, þeir sem ekki panta viðtal, fá úthlutað viðtalstíma eftir það. Á samráðsdegi verður í boði að fara í tölvustofu og fá einstaklingsleiðsögn í Mentor eða rafrænu námsumhverfi nemenda. Endilega nýtið ykkur það eftir þörfum. Á samráðsdegi verða nemendur í 9. bekk með vöfflusölu í setustofu.
Lesa meira

Skíðaferðir

Tvær skíðaferðir eru fyrirhugaðar með alla bekkjarhópa skólans. Nú á fimmtudaginn stefna 1., 2., 5., 6. og 7. bekkir upp í fjall. Ráðgert er að nemendur í 3., 4., 8., 9. og 10. bekk fari viku síðar, fimmtudaginn 8. febrúar. Til stóð að þessir bekkir færu á morgun en vegna óhagstæðrar veðurspá, hefur ferðinni verið seinkað um viku.
Lesa meira

Skólabílar aka EKKI Blönduhlíðina

Skólabílar aka EKKI Blönduhlíðina í morgunsárið, hvorki úthlíð né framhlíð, vegna veðurs. Fyrri ferð fellur niður en heimakstur er áætlaður í lok skóladags.
Lesa meira

Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

Nýverið fór fram úthlutun styrkja frá Forriturum framtíðarinnar og hlaut Varmahlíðarskóli veglegan styrk. Tilgangur sjóðsins, Forritarar framtíðarinnar, er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Sjóðnum bárust alls 32 umsóknir að þessu sinni, flestar frá grunnskólum. Styrkir sjóðsins eru í formi tölvubúnaðar og fjárstyrks til þjálfunar kennara til að búa þá betur undir forritunarkennslu fyrir nemendur.
Lesa meira

Árshátíð 7.-10. bekkjar - Hársprey!

Unglingar í 7.-10. bekk í Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn Hársprey í Miðgarði, fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00 og föstudaginn 12. janúar kl. 20:00. Allir velkomnir og athugið, aðeins þessar tvær sýningar. Eftir sýningu fimmtudagsins er boðið upp á veislukaffi í Varmahlíðarskóla, eins og hefð hefur verið fyrir en að lokinni sýningu föstudagsins verður unglingaball fyrir 7.-10. bekk í Miðgarði þar sem meðlimir úr Hljómsveit kvöldsins sjá um að halda uppi fjörinu. Á föstudegi verður frístundastrætó, skráning í Nóra https://skagafjordur.felog.is/
Lesa meira

Nýárskveðja

Við sendum nemendum, fjölskyldum þeirra og íbúum í nærsamfélagi skólans bestu óskir um gleðilegt nýtt og farsæld á nýju ári. Þökkum fyrir ánægjuleg samskipti og samvinnu á liðnu ári. Krakkar við sjáumst hress og kát í skólanum miðvikudaginn 3. janúar skv. stundaskrá. Fyrstu daga janúarmánaðar setja unglingarnir kraft í árshátíðarundirbúning en söngleikurinn Hársprey verður sýndur 11. og 12. janúar.
Lesa meira

Litlu-jólin

Nú rétt í þessu lauk litlu-jólum skólans. Allar rútur er farnar heim með prúðbúna nemendur sem hlýddu á jólaguðspjallið og skólakórinn, dönsuðu í kringum jólatréð og héldu svo stofujól með bekkjarsystkinum sínum. Hátíðarmaturinn rann ljúflega ofan í nemendur og starfsfólk, en að vanda var hangikjöt með öllu tilheyrandi. Nokkrar myndir voru teknar í dag, sem sjást að neðan, ásamt öðrum myndum á aðventu.
Lesa meira

Aðventugleði og jólaföndur í dag

Í dag verður aðventugleði og jólaföndur í Varmahlíðarskóla í umsjón foreldrafélagsins. Herlegheitin hefjast strax að loknum skóladegi kl. 14:55 og stendur til kl. 17:00. Nemendur i 9. bekk verða með vöfflur og kaffi/súkkulaði. Við hvetjum alla foreldra og nemenda að líta upp úr aðventustressinu og kíkja í Varmahlíðarskóla í samveru og föndur.
Lesa meira

Heimsókn í Silfrastaðaskóg

Í gær fóru nemendur 7. bekkjar og nokkrir starfsmenn í vettvangsferð til Silfrastaða. Þar tóku Johan og Hrefna á móti þeim og kynntu þau starfsemi sína. Þau hjónin eru skógræktarbændur og eru meðal annars að búa til girðingarstaura, eldivið, viðarplanka og jólatré. Var mjög fræðandi að læra um timburvinnsluna og hvað hægt er að vinna fjölbreytt úr trjám. Að lokum voru gestirnir leystir út með timbri og verður gaman að vinna úr efni úr heimabyggð. Johan og Hrefna eiga kærar þakki skyldar fyrir frábærar móttökur.
Lesa meira