Fréttir

Áframhaldandi spjaldtölvuvæðing

Sveitarfélagið Skagafjörður og fulltrúar KS skrifuðu undir samning í vikunni um áframhaldandi fjármögnun iPad verkefnisins í grunnskólum Skagafjarðar. Skólastjórar og tækniteymi skólanna voru viðstödd unirritunina sem fram fór í Árskóla. Nú þegar eru tveir árgangar á unglingastigi Varmahlíðarskóla komnir af stað en með þessum samningi verður okkur kleift að halda spjaldtölvuvæðingunni áfram af metnaði og krafti.
Lesa meira

Kökubasar í dag - tilvalin konudagsgjöf!

Í dag, föstudag, halda nemendur 10. bekkjar dýrindis kökubasar til styrktar ferðasjóð sínum. Hefst hann kl. 13:30 í Kaupfélaginu í Varmahlíð og stendur yfir þar til síðasta sort er seld. Tilvalin konudagsgjöf!
Lesa meira

Skíðaferðir þessa vikuna

Í næstu viku verður haldið á skíði í Tindastól með alla bekkjarhópa: . mánudaginn, 6. febrúar, fara 1., 2., 3., 9. og 10. bekkur . miðvikudaginn, 8. febrúar, fara 4, 5., 6., 7. og 8. bekkur Nemendur borða morgunverð í skólanum og nesta sig. Lagt verður af stað í fjallið um kl. 9 og komið í skólann aftur fyrir heimakstur sem verður á venjulegum tíma kl. 14:55. Þeir nemendur sem eiga útbúnað, skíði eða bretti eru hvattir til að taka hann með sér og einnig lyftukort ef það er til. Nemendur fá annars lánaðan útbúnað og óvanir fá tilsögn frá starfsmönnum sem fara með í Tindastól. Við minnum á að allir komi klæddir til útiveru og skíðaiðkunar. Gott að hafa hlýja sokka, auka vettlinga og nóg af góða skapinu!
Lesa meira

Myndir frá Mamma Mia

Varla þarf að segja frá velgengni árshátíðar 7. - 10. bekkjar þann 13. janúar síðastliðinn, sem og aukasýningu í vikunni á eftir. Þó hafa engar myndir birst af sýningunum og skal nú bætt úr því. Í dag birtist aðsend grein um sýninguna á netmiðlinum feykir.is, sem gaman var að lesa. Hér að neðan má sjá slóð með myndunum og greinina í Feyki.
Lesa meira

Niðurstöður úr einelstiskönnun Olweusar

Nú liggja fyrir niðurstöður úr einelstiskönnun Olweusar. Þær voru kynntar starfsfólki og nemendum í síðustu viku.
Lesa meira

Mamma Mia - aukasýning!

Vegna góðrar aðsóknar og fjölda áskorana verður aukasýning á söngleiknum Mamma Mia í Miðgarði, fimmtudaginn 19. janúar kl. 17:00. Takk fyrir frábærar viðtökur!
Lesa meira

Árshátíð 7.-10. bekkjar - MAMMA MIA!

Unglingar Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn Mamma Mia í Miðgarði föstudaginn 13. janúar kl. 20:00.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár!

Kæru nemendur, aðstandendur og samstarfólk nær og fjær. Vonandi hafið þið öll átt gleðilega jálahátíð. Við sendum okkar bestu óskir um farsælt nýtt ár með þökkum fyrir góðar stundir og samstarf á síðasta ári. Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 3. janúar 2017 samkvæmt stundaskrá. Jólakveðja, starfsfólk Varmahlíðarskóla.
Lesa meira

Valgreinar vorið 2017

Valgreinar vorannar voru kynntar fyrir nemendum 8.-10. bekkjar í dag.
Lesa meira

Jólaföndur vinabekkja

Í dag hittust vinabekkir skólans og skelltu sér í árlegt jólaföndur. Vinabekkirnir hittast a.m.k. tvisvar á ári til að treysta böndin og taka þátt í ýmsum verkefnum, t.d. unnu bekkirnir saman að verkefni sem tengdist Olweusardeginum s.l. nóvember. Ýmislegt var föndrað í dag - þæft jólaskraut, óróa, gluggaskraut ofl. Myndir eru af herlegheitunum....
Lesa meira