Fréttir

Yndislestur

Yndislestur hefst í Varmahlíðarskóla mánudaginn 12. desember og mun verða stundaður af öllum nemendum og starfsfólki á hverjum skóladegi út þetta skólaár. Í tilefni þess er ekki úr vegi að rifja upp með myndrænum hætti gildi þess fyrir orðaforða og málþroska að lesa reglulega.
Lesa meira

BINGÓ! BINGÓ! BINGÓ!

Í dag, föstudag, kl. 17:00 heldur 10. bekkur jólabingó til styrktar ferðarsjóðs þeirra. Fjölmargir og fjölbreyttir vinningar eru í boði og eru allir velkomnir. Fjölbreyttir og flottir vinningar! Spjaldið er á kr. 500, sjoppa á staðnum en enginn posi.
Lesa meira

Ýmislegt brallað í nóvember

Nóvembermánuður hefur verið býsna viðburðarríkur eins og myndasería mánaðarins sýnir (smellið á ,,lesa meira"). Söngvarar og píanóleikari gáfu tóndæmi af óperunni Baldursbrá sem sýnd var í Hörpu veturinn 2015, Sabína Halldórsdóttir landsfulltrúi hjá UMFÍ heimsótti 7. - 10. bekk, sem og tveir fulltrúar frá Rauða Krossinum...
Lesa meira

Ávaxtakarfan - myndir

Eins og margir vita sem heimsækja þessa síðu, sýndu nemendur í 1. - 6. bekk söngleikinn Ávaxtakörfuna þann 18. nóvember. Leikstjórinn Jenný Lára Arnórsdóttir var að sögn afar ánægð með sýninguna og ungu leikarana. Myndir voru teknar á generalprufunni, hægt er að sjá þær með því að smella á ,,lesa meira".
Lesa meira

Aðventugleði og jólaföndur

Aðventugleði foreldrafélagsins verður laugardaginn 26.nóvember kl 13-15 í Varmahlíðarskóla. Föndurstöðvar verða í skólastofum á neðri hæðinni, jólakortagerð, jólaperl, tréplatti, pappírsföndur og piparkökuskreytingar. Tónlistaratriði frá tónlistarskólanum í setustofunni. 10.bekkur verður með kaffihús í mstsalnum og selur vöfflur og kakó til styrktar ferðasjóði sínum. Allir velkomnir að kíkja við. Gott væri að hafa pennaveskið með og gaman ef sem flestir mættu með jólasveinahúfu.
Lesa meira

,,Vertu næs" fyrirlestur á vegum Rauða krossins

Í dag heimsóttu fulltrúar Rauða Krossins nemendur 7. - 10. bekk með fyrirlestur sem kallast ,,Vertu næs". Þau Juan og Ola töluðu um hversu mikilvægt það er að sýna innflytjendum skilning þegar þeir reyna að komast inn í menningu og tungumál okkar. Þau bentu á þær áskoranir sem nýir íbúar glíma við og hversu mikilvægt það er að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði en ekki taka á móti fólki með fordómum.
Lesa meira

Skólabílar aka nema enn er beðið í Lýtingsstaðahrepp

Uppfært kl. 09:35 Skólaakstur í Lýtingsstaðahrepp (bíll Indriða) mun ekki aka í dag. Skólabílar aka nú af stað, nema enn er beðið átekta með akstur í Lýtingsstaðahrepp (Indriði). Vek þó athygli forráðamanna á að meta stöðuna og láta vita í skólann ef ákvörðun er tekin um að barn verði heima.
Lesa meira

Beðið með skólaakstur, staðan metin aftur kl. 8:00

Beðið er átekta með skólaakstur, vonandi dugar að fresta akstri. Staðan metin aftur kl. 8:00
Lesa meira

Árshátíð 1.-6. bekkjar í Miðgarði

Föstudaginn 18. nóvember kl. 16:00 sýnir 1.-6. bekkur Varmahlíðarskóla leikritið Ávaxtakörfuna í Miðgarði. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir. Kaffiveitingar að lokinni sýningu. Allir velkomnir og við minnum á að frístundastrætó ætlar að aka frá Sauðárkróki og Hofsósi.
Lesa meira

Óperan Baldursbrá flutt í setustofu

Ævintýraóperan Baldursbrá var flutt í setustofunni í dag, en það er verkefnið List fyrir alla sem stendur fyrir viðburðinum. Höfundar óperunnar eru Gunnsteinn Ólafsson og Böðvar Guðmundsson.
Lesa meira