Fréttir

Guðmundur Smári og Jódís Helga eru formenn nemendaráðs

Kosið var í nemendaráð Varmahlíðarskóla í dag. Nemendur í 7.-9. bekk héldu framboðsræður fyrir sína bekki en formannskjör fór fram í setustofu þar sem frambjóðendur 10. bekkjar fluttu sitt framboð fyrir alla nemendur í 7.-10. bekk. Nýir formenn nemendaráðs eru Guðmundur Smári og Jódís Helga. Nemendaráð skólaársins 2017-2018 er eftirfarandi:
Lesa meira

Haustfundir um skólastarf Varmahlíðarskóla

Kynningarfundir fyrir foreldra og forsjáraðila um skólastarfið verða stigskiptir (yngsta, mið- og unglingastig). Fundirnir verða haldnir á miðvikudögum kl. 15:00. Þeir hefjast í setustofu en síðan fara umsjónarkennarar með sína hópa í heimastofu þar sem þeir kynna vetrarstarfið. Gert er ráð fyrir að fundirnir taki um klukkustund. Dagskrá funda er sem hér segir: Miðvikudagur 20. sept., yngsta stig (1.-4. bekkur). Miðvikudagur 27. sept. unglingastig (8.-10. bekkur). Miðvikudagur 4. okt. miðstig (5.-7. bekkur).
Lesa meira

Opnun bókasafnsins

Bókasafn Varmahlíðarskóla er opið almenningi á fimmtudögum kl. 14:00 – 16:00. Allir eru velkomnir.
Lesa meira

Valgreinar á unglingastigi

Í morgun fengu unglingar í 8.-10. bekk kynningarfund um valgreinar sem verða í boði á skólaárinu. Frekari upplýsingar má sjá í valgreinahefti á heimasíðu.
Lesa meira

Sundlaugin lokuð 23.-27. ágúst

Vegna hreinsunar verður sundlaug Varmahlíðar lokuð frá miðvikudegi 23. ágúst til og með sunnudegi 27. ágúst. Vetraropnun hefst síðan mánudaginn 28. ágúst og þá er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-21:00, föstudaga kl. 09:00-14:00 og á laugardögum og sunnudögum kl. 10:00-15:00. Frá 1. október verður sundlaugin lokuð á sunnudögum.
Lesa meira

Skólasetning 2017

Kæru nemendur og foreldrar, nú styttist í skólabyrjun. Vonandi hafa allir notið sumarleyfisins og mæta hressir til starfa í haust. Varmahlíðarskóli verður settur miðvikudaginn 23. ágúst kl. 14:00. Við hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Varmahlíðarskóla.
Lesa meira

Námsgögn ókeypis í grunnskólum Skagafjarðar

Frá og með þessu skólaári sem nú gengur í garð verða námsgögn nemendum að kostnaðarlausu. Þessi ákvörðun var tekin á nú í byrjun ágúst og bætast þá sveitafélögin í Skagafirði við 22 önnur sveitafélög á landinu sem hafa ákveðið að greiða námsögn fyrir nemendur.
Lesa meira

Skóladagatal 2017-2018

Skóladagatal 2017-2018 er komið á heimasíðu skólans. Skólastarf hefst með starfsmannafundi miðvikudaginn 15. ágúst. Skólasetning verður miðvikudaginn 23. ágúst, tímasetning nánar auglýst á vef skólans þegar nær dregur. Kveðja, skólastjórnendur.
Lesa meira

Breyttur opnunartími sundlaugar 17. júní og 20. júní

Á þjóðhátíðardaginn, þann 17. júní, er sundlaugin opin kl. 10:30-18:00. Þriðjudaginn 20. júní verður opið kl. 16:00-21:00 vegna björgunarsundprófa starfsfólks.
Lesa meira

Innritun nýrra nemenda

Innritun nýrra nemenda stendur yfir fyrir skólaárið 2017-2018.
Lesa meira