Fréttir

Hver er sanngirni samanburðar fámennra skóla við fjölmenna á niðurstöðum samræmdra prófa?

Í Fréttablaðinu í dag, 29. nóv., er umfjöllun um niðurstöður samræmdra prófa haustið 2017 þar sem fram kemur að einkunnir hafi verið jafnari milli kjördæma en áður. Þegar litið er til góðs árangurs á prófunum eru landshlutar og kjördæmi nefnd en þegar kemur að slökum árangri eru einstakir skólar nafngreindir og þar með talið okkar skóli, Varmahlíðarskóli í Skagafirði, sem er fámennur skóli með 109 nemendur. Þessi umfjöllun er ámælisverð og viljum við gera athugasemdir við fréttaflutninginn sem vart getur talist uppbyggjandi fyrir neinn.
Lesa meira

Árshátíð 1.-6. bekkjar í Miðgarði

Nú er komið að því, árshátíð 1.-6. bekkjar verður fimmtudaginn 30. nóv. kl. 16:30 í Menningarhúsinu Miðgarði. 1.-2. bekkur verður með íþróttaálfasprell og 3.-6. bekkur sýnir leikritið Í Ævintýralandinu, þar sem gömlu ævintyrin eru fléttuð saman á óvæntan hátt. Allir velkomnir, aðeins þessi eina sýning.
Lesa meira

Skólahald fellur niður

Skólahald fellur niður í dag, föstudaginn 24. nóvember vegna óveðurs og ófærðar.
Lesa meira

Árshátíð 1.-6. bekkjar frestað um viku

Vegna slæmrar veðurspár og aðvarana veðurstofu verður árshátíð yngri nemenda frestað um viku. Við áætlum árshátíð viku síðar og setjum stefnuna á fimmtudaginn 30. nóvember kl. 16:30.
Lesa meira

Skólabílar aka ekki í dag

Vegna slæmrar veðurspár og viðvarana veðurstofu ganga engir skólabílar í dag.
Lesa meira

Árshátíð 1.-6. bekkjar í Miðgarði

Þrátt fyrir að veðrið sé að stríða okkur stefnum við að árshátíð 1.-6. bekkjar á morgun, fimmtudaginn 23. nóv. kl. 16:30 í Menningarhúsinu Miðgarði. 1.-2. bekkur verður með íþróttaálfasprell og 3.-6. bekkur sýnir leikritið Í Ævintýralandinu, þar sem gömlu ævintyrin eru fléttuð saman á óvæntan hátt. Allir velkomnir, aðeins þessi eina sýning.
Lesa meira

Heimferð kl. 11:00 í dag vegna slæmrar veðurspár

Heimferð nemenda verður flýtt til kl. 11:00 í dag vegna slæmrar veðurspár.
Lesa meira

Óveður-ófærð

Það er á ábyrgð foreldra að meta sjálfir hvort senda á barn í skólann í vonskuveðri eða þegar illviðri er í aðsigi. Skelli óveður á meðan kennsla stendur yfir getur reynst nauðsynlegt að foreldrar geri ráðstafanir til þess að sækja börnin.
Lesa meira

Kökubasar í dag!

Í dag, föstudag, halda nemendur 10. bekkjar dýrindis kökubasar til styrktar ferðasjóði sínum. Hefst hann kl. 14:00 í Kaupfélaginu í Varmahlíð og stendur yfir þar til síðasta sort er seld.
Lesa meira

Sundlaugin lokuð á föstudag

Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð föstudaginn 20. okt. vegna haustleyfa Varmahlíðarskóla.
Lesa meira