09.03.2018
Menntamálastofnun sendi frá sér tilkynningu kl 9:30 um að það hafi verið hnökrar hjá þjónustuaðila og vandamál með álag kom upp aftur.
Enskuprófið gengur ekki sem skyldi. Sú ákvörðun hefur verið tekin að fresta fyrirlögn þess.
Þeim sem eru í prófinu og gengur vel er að sjálfsögðu heimilt að ljúka við próftöku.
Menntamálastofnun harmar þetta mjög.
Við stjórnendur í Varmahlíðarskóla viljum koma eftirfarandi gagnrýni á framfæri:
Lesa meira
07.03.2018
Við lentum því miður í tæknilegum vandkvæðum við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í morgun líkt og aðrir skólar á landinu. Nokkuð fljótlega leystist úr vanda flestra nemenda sem náðu að ljúka prófi. En eftir ítrekaðar tilraunir og viðvarandi vandkvæði ákváðum við að fresta töku prófsins hjá hluta hópsins. Frekari ákvörðun um hvenær hægt verður að leggja íslenskuprófið fyrir aftur verður tekin næstu daga.
Lesa meira
05.03.2018
Niðurstöður eineltiskönnunar Olweusar voru kynntar fyrir starfsfólki og nemendum í 5.-10. bekk í lok febrúar en könnunin var lögð fyrir nemendur í 5.-10. bekk í nóvember 2017. Niðurstöðurnar eru heldur betri en í fyrra og mælist Varmahlíðarskóli nú vel undir landsmeðaltali. Sjá nánar: Niðurstöður 2017
Í Varmahlíðarskóla hefur verið unnið samkvæmt áætlun Olweusar gegn einelti og annarri andfélagslegri hegðun síðan hún var fyrst tekin upp á Íslandi haustið 2002. Áfram verður unnið undir merkjum Olweusar og samkvæmt því gegna umsjónarkennarar lykilhlutverki í baráttunni gegn einelti. Ef grunur um einelti kemur upp er mikilvægt að láta umsjónarkennara vita.
Lesa meira
02.03.2018
Í dag, föstudag, halda nemendur 10. bekkjar dýrindis kökubasar til styrktar ferðasjóði sínum. Hefst hann kl. 14:00 í Kaupfélaginu í Varmahlíð og stendur yfir þar til síðasta sort er seld.
Lesa meira
13.02.2018
Skólabílar aka EKKI Blönduhlíð, hvorki Úthlíð né Framhlíð eða Skörð.
Lesa meira
12.02.2018
Vegna vetrarleyfis 14.-16. febrúar í Varmahlíðarskóla verður opnun sundlaugar eftirfarandi:
Fimmtudaginn 15. feb. kl. 16:00-21:00
Föstudaginn 16. feb. LOKAÐ
Laugardaginn 17. feb. kl. 10:00-15:00
Lesa meira
02.02.2018
Skólabílar aka EKKI Blönduhlíð, Lýtingsstaðahrepp og Skörð í morgunsárið vegna hvassviðris. Fyrri ferð fellur niður en heimakstur verður í lok skóladags.
Lesa meira
30.01.2018
Nemendur í 9. bekk Varmahlíðarskóla fóru í byrjun október 2017 í heila viku í Ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum í Sælingsdal. Það var í fyrsta skipti sem nemendur skólans tóku þátt en stefnt er að því næstu skólaárin að nemendum í 9. bekk gefist kostur á þátttöku.
Lesa meira
30.01.2018
Samráðsdagur er í Varmahlíðarskóla miðvikudaginn 7. febrúar, en þá mæta nemendur ásamt forsjáraðila til samstals við umsjónarkennara. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í viðtölinm foreldrar fara inn í Mentor og panta viðtal hjá umsjónarkennara síns barns. Skráning verður opin til sunnudagsins 4. febrúar, þeir sem ekki panta viðtal, fá úthlutað viðtalstíma eftir það.
Á samráðsdegi verður í boði að fara í tölvustofu og fá einstaklingsleiðsögn í Mentor eða rafrænu námsumhverfi nemenda. Endilega nýtið ykkur það eftir þörfum.
Á samráðsdegi verða nemendur í 9. bekk með vöfflusölu í setustofu.
Lesa meira
30.01.2018
Tvær skíðaferðir eru fyrirhugaðar með alla bekkjarhópa skólans. Nú á fimmtudaginn stefna 1., 2., 5., 6. og 7. bekkir upp í fjall. Ráðgert er að nemendur í 3., 4., 8., 9. og 10. bekk fari viku síðar, fimmtudaginn 8. febrúar. Til stóð að þessir bekkir færu á morgun en vegna óhagstæðrar veðurspá, hefur ferðinni verið seinkað um viku.
Lesa meira