Fréttir

Haustfundir

Kynningarfundir fyrir foreldra/forsjáraðila um skólastarfið eru fastur liður að hausti. Fundirnir voru að þessu sinni þrískiptir og haldnir 5. og 11. september. Fundirnir eru mikilvægir til að ræða fyrirkomulag námsins, uppbyggingu skólaársins og fleira. Það styður einnig vel við farsæla skólabyrjun að hausti að foreldrahópar hittist til að ræða ýmis praktísk mál. Sjá má áhersluatriði fundanna á eftirfarandi glærukynningum. Ef eitthvað er óljóst eða ef einhverjar spurningar vakna er foreldrum bent á að hafa samband við umsjónarkennara.
Lesa meira

Skráning í Grettissund

Blásið verður til Grettissunds næstkomandi fimmtudag (29. ágúst) kl. 15:30 í tilefni af 80 ára afmæli sundlaugarinnar í Varmahíð. Grettissund er 500 metra sund með frjálsri aðferð, opið öllum Skagfirðingum búsettum í Skagafirði. Sundið er fyrir fólk á öllum aldri, synt í kvenna- og karlaflokki.
Lesa meira

80 ára vígsluafmæli sundlaugarinnar í Varmahlíð

Fimmtudaginn 29. ágúst kl. 14:00-15:30 verður haldið upp á 80 ára vígsluafmæli sundlaugarinnar í Varmahlíð. Nemendur Varmahlíðarskóla eru þátttakendur í afmælishátíðinni og hafa síðustu daga komið að undirbúningi. Boðið verður upp á skemmtun fyrir augu og eyru. Einnig verða kaffiveitingar. Í framhaldi af afmælinu verður keppt í Grettissundi (500 metra sund með frjálsri aðferð).
Lesa meira

Vetraropnun sundlaugar

Frá og með mánudeginum 26. ágúst verður opnunartími sundlaugarinnar í Varmahlíð skv. vetraropnun, sem er eftirfarandi:
Lesa meira

Skólasetning og fyrsti skóladagur Varmahlíðarskóla

Skólasetning og fyrsti skóladagur Varmahlíðarskóla verður föstudaginn 23. ágúst kl. 9:00. Nemendur mæta í setustofu kl. 9:00 þar sem skóli verður settur og síðan tekur við skóladagur til kl. 12:00. Foreldrum er frjálst að fylgja sínum börnum ef þeir kjósa en skólabílar aka. Nemendum 1. bekkjar verður boðið til viðtals, ásamt foreldri/forsjáraðila, eftir hádegi á fimmtudag. Frístund, skóladagvistun barna í 1.-4. bekk, opnar frá og með mánudeginum 26. ágúst. Við minnum á skráningu í frístund.
Lesa meira

Innritun og opnun frístundar við Varmahlíðarskóla

Síðasta vor var tekin ákvörðun um að opna frístund eða heilsdagsvistun við Varmahlíðarskóla, fyrir nemendur 1.-4. bekkjar. Frístund opnar strax í skólabyrjun og verður starfrækt frá skólalokum til hálffimm á daginn og stendur börnum einnig til boða á starfs- og foreldraviðtalsdögum skólans.
Lesa meira

Upphaf skólaársins 2019-2020

Skólastarf skólaársins 2019-2020 hefst formlega með fræðsludegi skólanna í Skagafirði þann 15. ágúst kl. 9:00 í Miðgarði. Skólasetning og fyrsti skóladagur verður föstudaginn 23. ágúst.
Lesa meira

Skólaslit Varmahlíðarskóla

Skólaslit Varmahlíðarskóla fara fram við hátíðlega athöfn í Miðgarði, miðvikudaginn 29. maí kl. 17:00.
Lesa meira

Verksmiðjan 2019 - nemendur Varmahlíðarskóla í úrslitum

Úrslit í Verksmiðjunni 2019 verða tilkynnt í Listasafni Reykjavíkur í dag. Þrír nemendur Varmahlíðarskóla eiga eitt þeirra tíu verkefna sem komust áfram í úrslit, en alls voru 30 hugmyndir sem kepptu í undanúrslitum.
Lesa meira

Skólaferðalag 1. - 4. bekkjar

Í gær ferðuðust nemendur 1. - 4. bekkjar heim að Hólum í Hjaltadal. Séra Gylfi tók á móti nemendum og sagði sögu staðarins. Eftir grandskoðun á kirkjunni og turninum var farið í sund og endað svo í grilli hjá gamla fjósinu á Hólum. Áður en heim var farið heimsóttu Varmhlíðingar nemendur í Grunnskólanum á hólum, farið var í útistofuna, drukkið þar nesti og náttúrulegt leiksvæði prófað til hins ítrasta.
Lesa meira