Fréttir

Skólahreysti á RÚV í kvöld

Undankeppnin í Skólahreysti frá 3. apríl verður sýnd í kvöld á RÚV kl. 20:00! Hvetjum alla til að horfa á þegar magnaða liðið okkar vann sinn riðil 🥳 Þann 8. maí er svo aðalkeppnin í Reykjavík sem verður sýnd í beinni.
Lesa meira

Opnunartími sundlaugar um páskana

Sundlaugin í Varmahlíð verður opin yfir hátíðirnar. Opnunartími er eftirfarandi:
Lesa meira

Páskabingó!

N.k. fimmtudag, 4. apríl kl. 17:00 heldur 10. bekkur páskabingó í setustofu skólans. Bingóið er til styrktar ferðasjóði nemenda 10. bekkjar, en þau stefna til Danmerkur nú í maí. Vinningar eru fjölbreyttir að vanda. 10. bekkingar hvetja fólk til að mæta tímanlega því bingóin eru oftar en ekki vel sótt. Engin posi er á staðnum en sjoppa með slikkerí verður opin.
Lesa meira

3 undanúrslit sömu helgi

Síðastliðnu helgi keppti hópur nemenda í tveim undanúrslitum í ólíkum keppnum og lenti í þriðju. Sex manna hljómsveit keppti í úrslitakeppni söngvakeppni félagsmiðstöðva og sama dag kepptu tveir nemendur í alþjóðlegri stræðfræðikeppni, Pangea. Einnig komust þrír drengir áfram í 10 verkefna-úrslit í Verksmiðjunni en þann 22. maí verður sigurverkefnið valið.
Lesa meira

Kjaftað um kynlíf - fyrirlestur fyrir fullorðna

Miðvikudaginn 27. mars kl. 16:30 verður Sigga Dögg kynfræðingur í Varmahlíðarskóla með fyrirlestur fyrir fullorðna um hvernig megi ræða um kynlíf við unglinga. Fyrirlesturinn er í boði Foreldrafélags Varmahlíðarskóla og eru allir foreldrar hvattir til að mæta.
Lesa meira

Skyrtu- og kjóladagur!

Á morgun, föstudag, er skyrtu- og kjóladagur í skólanum - mætum í fínni kantinum, bæði nemendur og starfsfólk!
Lesa meira

Ferð skólabíls í Lýtingsstaðahrepp fellur niður

Skólabíll ekur EKKI um Lýtingsstaðahrepp í morgunsárið, leiðina Bústaðir-Varmahlíðarskóli. Ferðin fellur niður.
Lesa meira

Ferð skólabíls fellur niður Blönduhlíð-framhlíð

Skólabíll ekur ekki í morgunsárið leiðina Blönduhlíð-framhlíð vegna vinda.
Lesa meira

Breyting á gjaldskrá

Ný gjaldskrá fæðisgjalda tók gildi 1. janúar í grunnskólum Skagafjarðar samkvæmt samþykkt fræðslunefndar.
Lesa meira

Árshátíð 6.-10. bekkjar, Cry-Baby

Unglingar í 6.-10. bekk í Varmahlíðarskóla sýna Cry-Baby í Miðgarði, fimmtudaginn 17. janúar kl. 17:00 og föstudaginn 18. janúar kl. 20:00. Allir velkomnir og athugið, aðeins þessar tvær sýningar. Eftir sýningu fimmtudagsins er boðið upp á veislukaffi í Varmahlíðarskóla eins og hefð hefur verið fyrir en að lokinni sýningu föstudagsins verður unglingaball fyrir 7.-10. bekk í Miðgarði þar sem meðlimir úr Hljómsveit kvöldsins sjá um að halda uppi fjörinu. Á föstudegi verður frístundastrætó, skráning í Nóra https://skagafjordur.felog.is/ fyrir nemendur Árskóla og Grunnskólans austan Vatna.
Lesa meira