Fréttir

Jólaföndur

Þriðjudaginn 26. nóvember var sameiginlegt jólaföndur fyrir 1.- 3.bekk og skólahóp leikskólans. Föndraður var jólasveinn úr könglum sem nemendur í 1.bekk og skólahóp voru búnir að safna fyrr í vetur. Einnig var í boði að lita myndir og skoða bækur á bókasafninu. Var þetta dámsamleg stund í alla staði.
Lesa meira

Kökubasar 10. bekkjar

Föstudaginn 8. nóv. verða nemendur 10. bekkjar með kökubasar í Olís Varmahlíð kl. 13:30-15:30 eða þar til birgðir endast.
Lesa meira

Kardimommubærinn - árshátíð yngri

Miðvikudaginn 6. nóvember kl. 17:00 verður Kardimommubærinn sýndur í Miðgarði í flutningi nemenda 1.-6. bekkjar.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins og fyrirlestur um hættur netsins

Aðalfundur foreldrafélags Varmahlíðarskóla verður haldinn miðvikudaginn 23. október kl 20:00. Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur byrjar á fyrirlestri um hættur netsins með sérstaka áherslu á svokallaða "netfíkn" og síðan taka við hefðbundin aðalfundarstörf foreldrafélagsins.
Lesa meira

Haustfrí og starfsdagar vikuna 14.-18. október

Vikuna 14.-18. október er haust-/vetrarfrí og starfsdagar í Varmahlíðarskóla. Starfsfólk skólans heldur í námsferð til Finnlands þar sem ætlunin er að kynnast finnsku skólastarfi. Frístund er opin fyrir nemendur yngsta stigs kl. 8:00-16:30.
Lesa meira

Brunaæfing

Í morgun fór fram brunaæfing í Varmahlíðarskóla. Það gekk ljómandi vel að koma öllum í öruggt skjól, allir skiluðu sér á rétta staði en nokkuð margir urðu blautir í fæturna.
Lesa meira

Sundlaugin lokuð vegna hreinsunar

Sundlaug Varmahlíðar verður lokuð í næstu viku vegna hreinsunar, lokað frá mánudegi 14. október og áætlað að opna aftur laugardaginn 19. okt.
Lesa meira

Breytt tímasetning árshátíðar yngri

Við vekjum athygli á breyttri tímasetningu árshátíðar yngri nemenda (1.-6. bekkur). Hún verður haldin miðvikudaginn 6. nóvember kl. 17:00 í Miðgarði en ekki í lok október eins og til stóð.
Lesa meira

Nemendaráð Varmahlíðarskóla 2019-2020

Í dag var kosið í nemendaráð Varmahlíðarskóla fyrir núverandi skólaár. Nemendur í 7.-9. bekk héldu framboðsræður fyrir sína bekki en formannskjör fór fram sérstaklega þar sem frambjóðendur 10. bekkjar fluttu framboðsræður fyrir alla nemendur í 6.-10. bekk áður en gengið var til kosninga. Frambjóðendur stóðu sig afskaplega vel, ræður voru málefnalegar og jákvætt að sjá unga fólkið áhugasamt um að vinna í þágu heildarinnar.
Lesa meira

Haustfundir

Kynningarfundir fyrir foreldra/forsjáraðila um skólastarfið eru fastur liður að hausti. Fundirnir voru að þessu sinni þrískiptir og haldnir 5. og 11. september. Fundirnir eru mikilvægir til að ræða fyrirkomulag námsins, uppbyggingu skólaársins og fleira. Það styður einnig vel við farsæla skólabyrjun að hausti að foreldrahópar hittist til að ræða ýmis praktísk mál. Sjá má áhersluatriði fundanna á eftirfarandi glærukynningum. Ef eitthvað er óljóst eða ef einhverjar spurningar vakna er foreldrum bent á að hafa samband við umsjónarkennara.
Lesa meira