27.08.2019
Blásið verður til Grettissunds næstkomandi fimmtudag (29. ágúst) kl. 15:30 í tilefni af 80 ára afmæli sundlaugarinnar í Varmahíð. Grettissund er 500 metra sund með frjálsri aðferð, opið öllum Skagfirðingum búsettum í Skagafirði. Sundið er fyrir fólk á öllum aldri, synt í kvenna- og karlaflokki.
Lesa meira
27.08.2019
Fimmtudaginn 29. ágúst kl. 14:00-15:30 verður haldið upp á 80 ára vígsluafmæli sundlaugarinnar í Varmahlíð. Nemendur Varmahlíðarskóla eru þátttakendur í afmælishátíðinni og hafa síðustu daga komið að undirbúningi. Boðið verður upp á skemmtun fyrir augu og eyru. Einnig verða kaffiveitingar. Í framhaldi af afmælinu verður keppt í Grettissundi (500 metra sund með frjálsri aðferð).
Lesa meira
23.08.2019
Frá og með mánudeginum 26. ágúst verður opnunartími sundlaugarinnar í Varmahlíð skv. vetraropnun, sem er eftirfarandi:
Lesa meira
19.08.2019
Skólasetning og fyrsti skóladagur Varmahlíðarskóla verður föstudaginn 23. ágúst kl. 9:00. Nemendur mæta í setustofu kl. 9:00 þar sem skóli verður settur og síðan tekur við skóladagur til kl. 12:00. Foreldrum er frjálst að fylgja sínum börnum ef þeir kjósa en skólabílar aka.
Nemendum 1. bekkjar verður boðið til viðtals, ásamt foreldri/forsjáraðila, eftir hádegi á fimmtudag.
Frístund, skóladagvistun barna í 1.-4. bekk, opnar frá og með mánudeginum 26. ágúst. Við minnum á skráningu í frístund.
Lesa meira
09.08.2019
Síðasta vor var tekin ákvörðun um að opna frístund eða heilsdagsvistun við Varmahlíðarskóla, fyrir nemendur 1.-4. bekkjar. Frístund opnar strax í skólabyrjun og verður starfrækt frá skólalokum til hálffimm á daginn og stendur börnum einnig til boða á starfs- og foreldraviðtalsdögum skólans.
Lesa meira
06.08.2019
Skólastarf skólaársins 2019-2020 hefst formlega með fræðsludegi skólanna í Skagafirði þann 15. ágúst kl. 9:00 í Miðgarði.
Skólasetning og fyrsti skóladagur verður föstudaginn 23. ágúst.
Lesa meira
22.05.2019
Skólaslit Varmahlíðarskóla fara fram við hátíðlega athöfn í Miðgarði, miðvikudaginn 29. maí kl. 17:00.
Lesa meira
22.05.2019
Úrslit í Verksmiðjunni 2019 verða tilkynnt í Listasafni Reykjavíkur í dag. Þrír nemendur Varmahlíðarskóla eiga eitt þeirra tíu verkefna sem komust áfram í úrslit, en alls voru 30 hugmyndir sem kepptu í undanúrslitum.
Lesa meira
21.05.2019
Í gær ferðuðust nemendur 1. - 4. bekkjar heim að Hólum í Hjaltadal. Séra Gylfi tók á móti nemendum og sagði sögu staðarins. Eftir grandskoðun á kirkjunni og turninum var farið í sund og endað svo í grilli hjá gamla fjósinu á Hólum. Áður en heim var farið heimsóttu Varmhlíðingar nemendur í Grunnskólanum á hólum, farið var í útistofuna, drukkið þar nesti og náttúrulegt leiksvæði prófað til hins ítrasta.
Lesa meira
15.05.2019
Í síðustu viku frumsýndi Þjóðleiksval skólans leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason fyrir nokkuð vel þéttum sal í Héðinsminni. Verkið gerist á ónefndri útihátíð þar sem nauðgun hefur átt sér stað og eru mörg siðferðisálit tækluð í kjölfarið. Eftir sýningu taldi hópurinn best við hæfi að leggja aðgangseyrinn inn á reikning Stígamóta, grasrótarsamtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi.
Lesa meira