Fréttir

Bingó frestað

Jólabingó 10. bekkjar, sem vera átti í dag, færist yfir á n.k. mánudag kl. 17:00. Spennand vinningar í boði!
Lesa meira

Uppfært: Skólahaldi seinkar, áætlað að byrja kl. 12:00

UPPFÆRT: Skólahaldi seinkar enn frekar því seinlega gengur að ryðja vegi. Áætlað að skólahald hefjist kl. 12:00. Enn eru áform um að skólabílar aki. Gert er ráð fyrir að skólahaldi seinki um tvær klukkustundir vegna ófærðar. Skólaakstur er áætlaður tveimur tímum seinna en venjulega.
Lesa meira

Skólahald á fimmtudag 12. desember

Gert er ráð fyrir eðlilegu skólahaldi á morgun, fimmtudag, þar til annað kemur í ljós. Það er viðbúið að skólaakstur verði ekki á öllum leiðum í morgunsárið en það veltur á hvernig gengur að ryðja burt þessum þunga snjó.
Lesa meira

Skólastarfi aflýst - miðvikudag

Vegna veðurs er öllu skólastarfi Varmahlíðarskóla aflýst á morgun, miðvikudaginn 11. desember.
Lesa meira

Skólahald fellur niður

Vegna slæmrar veðurspár og viðvarana fellur skólahald niður á morgun, þriðjudaginn 10. desember.
Lesa meira

JÓLABINGÓ

Hið árlega jólabingó 10. bekkjar Varmahlíðarskóla verður í matsal skólans, fimmtudaginn 12. desember kl. 17:00. Flottir vinningar að vanda! Allir velkomnir.
Lesa meira

Vasaljósagönguferð

Skólahópur leikskólans og nemendur í 1.-3.bekk fóru í vasaljósagönguferð í dag, þriðjudaginn 3.desember. Gengið var frá leikskólanum upp á Birkimel, gengið norður á Norðurbrún, labbað á Laugarveginum og endað upp í Varmahlíðarskóla þar sem allir skelltu sér í skemmtilegan vinaliðaleik í íþróttahúsinu. Gaman var að nota vasaljósin í skammdeginu og ekki skemmdi veðrið fyrir okkur.
Lesa meira

Jólaföndur

Þriðjudaginn 26. nóvember var sameiginlegt jólaföndur fyrir 1.- 3.bekk og skólahóp leikskólans. Föndraður var jólasveinn úr könglum sem nemendur í 1.bekk og skólahóp voru búnir að safna fyrr í vetur. Einnig var í boði að lita myndir og skoða bækur á bókasafninu. Var þetta dámsamleg stund í alla staði.
Lesa meira

Kökubasar 10. bekkjar

Föstudaginn 8. nóv. verða nemendur 10. bekkjar með kökubasar í Olís Varmahlíð kl. 13:30-15:30 eða þar til birgðir endast.
Lesa meira

Kardimommubærinn - árshátíð yngri

Miðvikudaginn 6. nóvember kl. 17:00 verður Kardimommubærinn sýndur í Miðgarði í flutningi nemenda 1.-6. bekkjar.
Lesa meira