Fréttir

Styttri skóladagur vegna viðvarana Veðurstofu

Vegna versnandi veðurspár og viðvarana veðurstofu verður ekki kennsla í Varmahlíðarskóla eftir kl. 10:35 í dag, mánudaginn 13. janúar. Skólabílar aka börnum heim.
Lesa meira

Skólahaldi aflýst

Skóli fellur niður vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira

Skólaakstur fellur niður í Blönduhlíð-úthlíð

Athugið að skólabíll ekur ekki akstursleiðina Viðvíkursveit-Blönduhlíð-úthlíð í morgunsárið.
Lesa meira

Skólahópur heimsækir 1. - 3. bekk

í gær þrammaði skólahópur leikskólans í heimsókn til 1.-3.bekkjar þrátt fyrir erfiða snjófærð milli staða. Krakkarnir fóru í ýmsa leiki, tóku spil og höfðu gaman saman. Heimsóknin er enda liður í samstarfsverkefninu Gaman saman.
Lesa meira

Skóla aflýst vegna veðurs

Skólahald fellur niður á morgun, miðvikudaginn 8. janúar, vegna veðurs og slæmrar veðurspár.
Lesa meira

Jólakveðja

Litlu jólin eru haldin hátíðleg í Varmahlíðarskóla í dag, 19. desember. Sérstaklega þykir okkur notaleg samvera nemenda og starfsfólks við jólatréð þar sem við syngjum og dönsum, hlýðum á tónlistaratriði og helgileik 4. bekkjar. Einnig eru hefðbundin stofujól í umsjónarbekkjum og hátíðarmatur í hádeginu. Að loknum jólaknúsum og kveðjum halda glaðbeittir nemendur í jólaleyfi. Starfsfólk Varmahlíðarskóla sendir ykkur öllum hugheilar jólakveðjur með ósk um gleði og farsæld á komandi ári. Við þökkum fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða og hlökkum til frekara samstarfs og samveru á nýju ári. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá föstudaginn 3. janúar 2020.
Lesa meira

Jólatónleikar Tónlistarskóla Skagafjarðar

Að beiðni Tónlistarskóla Skagafjarðar viljum við minna á jólatónleika í Miðgarði, Varmahlíð, miðvikudaginn 18. desember kl. 16:30 og 18:00. Allir velkomnir.
Lesa meira

Tónlistarskóla aflýst í dag

Athugið að tónlistarskóla er sömuleiðis aflýst í dag vegna ófærðar.
Lesa meira

Skólahaldi aflýst í dag, fimmtudag 12. des.

ATHUGIÐ ATHUGIÐ! Skólahaldi Varmahlíðarskóla aflýst í dag, fimmtudaginn 12. desember vegna ófærðar. Það gengur seinlega gengur að ryðja vegi og heimreiðar eru víðast hvar ófærar.
Lesa meira

Bingó frestað

Jólabingó 10. bekkjar, sem vera átti í dag, færist yfir á n.k. mánudag kl. 17:00. Spennand vinningar í boði!
Lesa meira