Fréttir

Starfsdegi 5. nóvember frestað

Fyrirhugðum starfsdegi á fimmtudag, 5. nóvember, er frestað um óákveðinn tíma. Þegar um hægist og ástand í sóttvörnum batnar verður skóladagatal yfirfarið og auglýstur nýr starfsdagur með að minnsta kosti 2 vikna fyrirvara. Það verður því skóladagur hjá nemendum, fimmtudaginn, 5. nóvember.
Lesa meira

Skólastarf 3.-17. nóvember

Á skipulagsdegi starfsfólks í dag höfum við lagt drög að þrískiptingu skólans samkvæmt nýrri reglugerð um takmarkanir á skólastarfi sem er í gildi til og með 17. nóvember. Nemendur og starfsfólk munu starfa í þremur aðskildum sóttvarnarhólfum eftir skólastigum. Yngsta stig, miðstig og unglingastig. Við leggjum áherslu á í okkar skipulagi að starfsfólk fari ekki á milli hólfa. Einhverjar undantekningar geta verið vegna brýnna erinda. Fyrirkomulag skólastarfs verður eftirfarandi: Skóladagurinn hefst kl. 8:15, það er kennsla í öllum hópum til kl. 13:00. Frístund starfar fyrir skráð börn til kl. 16:00. Húsnæði skólans opnar kl. 8:00 og er æskilegt að nemendur mæti ekki fyrir þann tíma. Nemendur þurfa að koma með nesti í morgunhressingu. Ekki er þörf á að koma með íþrótta- og sundföt. Nemendur fá hádegismat í skólanum. Yngsta stig gengur inn um aðalinngang. Miðstig kemur inn um suður inngang, þeirra heimasvæði hefur færst til og verður stofa 10, stofa 17 og setustofa. Unglingastig gengur inn að norðan, gegnum smíðastofu. Akstursleiðir skólabíla verða hefðbundnar, akstursáætlun sú sama að morgni en ekið heim kl. 13:00. Nemendur í 5.-10. bekk og fullorðnir þurfa að bera grímur en grímuskylda er ekki á börnum í 1.-4. bekk. Við biðlum til ykkar foreldra barna í 5.-10. bekk að senda börnin með grímu í skólann á morgun. Þar sem þetta bar skjótt að er verið að bæta í lager skólans. Við munum útvega grímur næstu daga.
Lesa meira

ATH! Starfsdagur 2. nóvember vegna hertra sóttvarnareglna

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að hertar sóttvarnareglur taka gildi á miðnætti. Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi verður kynnt á sunnudag. Ekki er nákvæmlega vitað hvaða breytingum skólastarf mun taka. Því hefur verið tekin ákvörðun um að mánudaginn 2. nóvember verði starfsdagur í grunnskólum Skagafjarðar. Stjórnendur og starfsfólk skólanna þurfa svigrúm til að skipuleggja skólastarfið sem best. Upplýsingar um nýtt skipulag verða sendar í tölvupósti þegar þær liggja fyrir. Við biðjum ykkur um að fylgjast vel með tilkynningum frá skólanum. Bestu kveðjur, stjórnendur
Lesa meira

Skólahald á tímum COVID-19

Við viljum vekja athygli á að við höfum uppfært upplýsingar á heimasíðu skólans varðandi skólahald á tímum COVID-19. Við leggjum ríka áherslu á sóttvarnir og varúðarráðstafanir í skólanum og fylgjum í hvívetna tilmælum almannavarna. Í sömu andrá erum við að leggja allt kapp á að skólastarf sé heðfbundið. Að dagskrá og skóladagur nemenda raskist sem minnst og að aðgerðir okkar séu ekki að vekja óþarfa ótta eða áhyggjur. Við þurfum öll að standa saman og fara varlega.
Lesa meira

Skóladagatal uppfært, hefðbundinn skóladagur á miðvikudag

Skóladagatal Varmahlíðarskóla hefur verið uppfært hér á heimasíðu. Við viljum vekja sérstaka athygli á að miðvikudagurinn 14. október er hefðbundinn skóladagur. Fyrirhuguðum starfsdegi sem vera átti þann dag hefur verið frestað til 4. febrúar með samþykki skólaráðs.
Lesa meira

Nemendaráð og kosning formanna

Í morgun fór fram framboðsfundur og kosning formanna nemendaráðs Varmahlíðarskóla fyrir núverandi skólaár. Þar fluttu nemendur 10. bekkjar framboðsræður fyrir alla nemendur í 7.-10. bekk og í framhaldinu var gengið til kosninga. Á framboðsræðum mátti sjá að nemendur voru vel undirbúnir, ræðurnar málefnalegar og framkoma til fyrirmyndar. Niðurstaða kosninga er að Kristinn Örn Guðmundsson og Lydía Einarsdóttir eru formenn nemendaráðs. Til vara eru Jóel Agnarsson og Lilja Diljá Ómarsdóttir. Þar með er nemendaráð skólaársins orðið fullmannað en nemendur í 6.-9. bekk höfuð áður valið fulltrúa innan hvers árgangs.
Lesa meira

Náttúrusýnikennsla

Fimmtudaginn 24.september kom garðyrkjufræðingurinn Sigrún Indriðadóttir með ýmiss konar tegundir af laufblöðum, fræjum, könglum og barri og var með fræðslu og sýnikennslu fyrir nemendur í 3.- 4.bekk. Nemendur voru mjög áhugasamir og gekk sýnikennslan afar vel. Þökkum við Sigrúnu kærlega fyrir heimsóknina.
Lesa meira

Varúð vegna vegaframkvæmda í Varmahlíð

Um þessar mundir eru miklar vegaframkvæmdir á veginum upp að Varmahlíðarskóla. Stór og mikil vinnutæki að störfum sem vegfarendum getur stafað hætta af. Nemendur skólans hafa ekki leyfi til að yfirgefa skólalóð á skólatíma. Í vettvangsferðum okkar með nemendur leggjum við áherslu á að nota gönguleiðir sunnar eða norðar í hverfinu. Nú þegar íþrótta- og tómstundastarf fer af stað og umferð gangandi barna eykst að loknum skóladegi biðlum við til foreldra að eiga samtal við börnin um að ganga ekki veginn þar sem framkvæmdirnar eru. Það er afar mikilvægt að allir vegfarendur sýni sérstaka aðgát og þolinmæði. Þannig tryggjum við betur öryggi okkar og annarra.
Lesa meira

Skólasetning og fyrsti skóladagur þriðjudaginn 25. ágúst

Skólasetning og fyrsti skóladagur Varmahlíðarskóla verður þriðjudaginn 25. ágúst kl. 9:00. Skólabílar aka. Nemendur koma saman á skólastigum, yngsta stig, miðstig og unglingastig, þar sem skóli verður settur og síðan tekur við skóladagur til kl. 12:00. Foreldrum er frjálst að fylgja sínum börnum ef þeir kjósa en við minnum á ráðstafanir v.covid (2 metrar og sótthreinsun). Við hlökkum til að sjá ykkur og til samstarfsins á komandi skólaári.
Lesa meira

Skráning í frístund, starfsemi frá 18. ágúst

Opið er fyrir skráningu barna í frístund á komandi skólaári. Foreldrar eru hvattir til að skrá börn sín sem fyrst. Skráning er rafræn. Starfsemi frístundar hefst 18. ágúst, viku fyrir skólasetningu.
Lesa meira