Fréttir

Íbúasamráðsfundir vegna mótunar skólaumhverfis í Varmahlíð

Vilt þú koma skoðun þinni á framfæri? Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur stefna sameiginlega að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað í núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla. Leitað er að áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í undirbúningi í mótun skólaumhverfis í Varmahlíð. Markmiðið er að ná fram sjónarmiðum ólíkra hagsmunahópa í vinnu við gerð þarfagreiningar vegna leik- og grunnskóla og hönnunar á umhverfi skólans. Við hönnunina verður eftir því sem unnt er haft að leiðarljósi að ákveðnir þættir þeirrar starfsemi sem nú fara fram í húsinu geti einnig þjónað nærsamfélaginu með víðtækari hætti. Gert er ráð fyrir tveimur hópavinnufundum þar sem farið verður í gegnum hugmyndir sem nýttar verða við undirbúning hönnunar. Leitað er að einstaklingum á öllum aldri sem búa og sækja þjónustu á svæðinu.
Lesa meira

Skólahópur í heimsókn hjá 3.- 4.bekk

Skólahópur leikskólans kom í heimsókn hjá nemendum í 3. - 4.bekk í dag.
Lesa meira

Leikskólaheimsókn hjá 3.-4.bekk

Nemendur í 3.-4.bekk fóru í leikskólaheimsókn í dag.
Lesa meira

Þorrablót hjá yngri nemendum

Þriðjudaginn 26.janúar var haldið þorrablót í skólanum.
Lesa meira

Skólahópur í heimsókn hjá 2.bekk

Fimmtudaginn 28.janúar kom skólahópur í heimsókn til nemenda í 2.bekk.
Lesa meira

Ekki skóli í dag vegna veðurs og ófærðar

Skólahald fellur niður í dag vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira

Breytt gjaldskrá í grunnskólum Skagafjarðar frá 1. janúar

Gjaldskrá í grunnskólum Skagafjarðar breyttist frá og með 1. janúar 2021.
Lesa meira

Jólakveðja

Við sendum okkar bestu óskir til ykkar allra um gleðilega jólahátíð með von um að þið hafið það sem allra best yfir hátíðirnar. Njótið sem mest og best góðrar samveru með ykkar nánustu. Farið gætilega og passið vel uppá hvert annað.
Lesa meira

Gjöf til Hjálparstarfs kirkjunnar

Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Varmahlíðarskóla í morgun. Að þessu sinni var ákveðið að hafa ekki hefðbundin pakkaskipti og þess í stað lagt til að við sem í skólanum störfum, bæði starfsfólk og nemendur, létum gott af okkur leiða með söfnun til góðgerðarmála.
Lesa meira