Formaður Íþróttafélagsins Smára færði nemendum 1. bekkjar Varmahlíðarskóla merktan búning og peysu félagsins. Þetta er annað árið í röð sem U. Í. Smári færir 1.bekk íþróttabúning félagsins að gjöf og mun þetta koma sér vel.
Hafi íþróttafélagið okkar kærar þakkir fyrir.
Á myndinni eru frá vinstri: Anna Lilja Guðmundsdóttir formaður U.Í. Smára, Agnar Sölvi, Helgi Rafn, Valdimar Ýmir, Hólmar Kári, Árdís Hekla, Diljá Mist, Þengill Týr, Egill Örn og Birgitta Sveinsdóttir umsjónarkennari þeirra.
Myndina tók Sólrún Jóna sem sést í glugganum (SÍÍÍS)
Í síðustu viku fóru nemendur í 4. bekk og hjuggu jólatré í skóginum. Að því loknu yljuðu þau sér við heitt kakó og piparkökur inn í matsal. Í dag, 30. 11., var svo kveikt á jólatrénu og allir nemendur og starfsfólk dansaði og söng í kringum jólatréð. Mikil hátíðarstemmning myndaðist úti í blíðskaparveðri. Að loknum söng og dansi var farið inn í matsal þar sem boðið var upp á ostabrauð, heitt kakó, ljúfa jólatóna og mandarínur. Skemmtileg jólahefð sem hefur fylgt skólanum í fjölda mörg ár.