Fréttir & tilkynningar

01.03.2021

Starfsdagur mánudaginn 15. mars

Athugið að mánudaginn 15. mars verður starfsdagur í Varmahlíðarskóla. Það er tilfærsla á starfsdegi sem var fyrirhugaður 5. nóv. en frestað um óákveðinn tíma vegna aðstæðna. Skóladagatal hefur verið uppfært á heimasíðu skólans. Breytingarnar eru að höfðu samráði og með samþykki skólaráðs.
26.02.2021

Skíðaferð í Tindastól

Í gær fóru nemendur fyrsta, annars, sjötta, sjöunda og tíunda bekks í skíðaferð í Tindastól. Veðrið var falleg og færi var gott. Heilt yfir gekk ferðin vel. Stefnt er að annari ferð á mánudag með þá árganga sem ekki fóru í gær. Með fréttinni fylgja myndir frá gærdeginum.
26.02.2021

Árshátíð yngsta stigs

Árshátíð 1.-4.bekkjar var haldin þriðjudaginn 16.febrúar síðastliðinn í Miðgarði. Leikritið Herramennirnir var sett upp og höfðu allir nemendur hlutverk í leikritinu. Umsjónarkennarar sáu um skipulag og leikstjórn.