Fréttir & tilkynningar

25.09.2020

Náttúrusýnikennsla

Fimmtudaginn 24.september kom garðyrkjufræðingurinn Sigrún Indriðadóttir með ýmiss konar tegundir af laufblöðum, fræjum, könglum og barri og var með fræðslu og sýnikennslu fyrir nemendur í 3.- 4.bekk. Nemendur voru mjög áhugasamir og gekk sýnikennslan afar vel. Þökkum við Sigrúnu kærlega fyrir heimsóknina.
11.09.2020

Varúð vegna vegaframkvæmda í Varmahlíð

Um þessar mundir eru miklar vegaframkvæmdir á veginum upp að Varmahlíðarskóla. Stór og mikil vinnutæki að störfum sem vegfarendum getur stafað hætta af. Nemendur skólans hafa ekki leyfi til að yfirgefa skólalóð á skólatíma. Í vettvangsferðum okkar með nemendur leggjum við áherslu á að nota gönguleiðir sunnar eða norðar í hverfinu. Nú þegar íþrótta- og tómstundastarf fer af stað og umferð gangandi barna eykst að loknum skóladegi biðlum við til foreldra að eiga samtal við börnin um að ganga ekki veginn þar sem framkvæmdirnar eru. Það er afar mikilvægt að allir vegfarendur sýni sérstaka aðgát og þolinmæði. Þannig tryggjum við betur öryggi okkar og annarra.
19.08.2020

Skólasetning og fyrsti skóladagur þriðjudaginn 25. ágúst

Skólasetning og fyrsti skóladagur Varmahlíðarskóla verður þriðjudaginn 25. ágúst kl. 9:00. Skólabílar aka. Nemendur koma saman á skólastigum, yngsta stig, miðstig og unglingastig, þar sem skóli verður settur og síðan tekur við skóladagur til kl. 12:00. Foreldrum er frjálst að fylgja sínum börnum ef þeir kjósa en við minnum á ráðstafanir v.covid (2 metrar og sótthreinsun). Við hlökkum til að sjá ykkur og til samstarfsins á komandi skólaári.
25.05.2020

Þemadagar