Fréttir & tilkynningar

25.03.2020

Skólastarf á veirutímum

Í dag tókum við stjórnendur stutta fjarfundi með kennurum hvers stigs fyrir sig og fórum yfir hvernig kennslu er háttað. Segja má að kennarar séu almennt ánægðir hvernig til hefur tekist þessa daga sem liðnir eru. Auðvitað eru áherslur ólíkar eftir aldri nemenda.
24.03.2020

Hvatning frá heimilisfræðikennara

Á skertum skóladögum er tilvalið að bretta upp ermar og taka til við heimilisstörfin. Eflaust eru margir nemendur duglegir að hjálpa til heima en hér kemur frekari hvatning frá Bryndísi heimilisfræðikennara. Hún sendir ykkur hér tvær uppskriftir. Aðra af pizzu og hina af Bjössabollum. Góða skemmtun og verði ykkur að góðu.
20.03.2020

Samkomubann og börn

Almannavarnir hafa sett fram sérstök tilmæli varðandi samkomubann og börn.