Fréttir

Gulur dagur

Á morgun, miðvikudag 10. september, er Alþjóðalegi forvarnardagur sjálfsvíga. Við hvetjum börn og starfsfólk til að mæta í gulu og sýna samstöðu og von.
Lesa meira

Hildarselsferð 9. og 10. bekkur

Dagana 27. - 28. ágúst sl. fóru nemendur 9. og 10.bekkjar í gönguferð fram í Hildarsel í Austurdal. Ferðin er fastur liður í skólastarfi Varmahlíðarskóla og farin á tveggja ára fresti.
Lesa meira

Varmahlíðarskóli í þriðja sæti

Varmhlíðingar lentu í þriðja sæti í úrslitakeppninnar í Skólahreysti í gærkvöldi og er það besti árangur skólans. Varmahlíðarskóli var með flest stig í fyrri hluta keppninnar en eftir taugatrekkjandi samkeppni urðu úrslitin þau að Holtaskóli hreppti fyrsta sætið, Lágafellsskóli annað og Varmahlíðarskóli í þriðja. Til hamingju með verðlaunasætið, Halldór, Haraldur, Iðunn, Sigurbjörg, Friðrik, Marey og Lína!
Lesa meira

Úrslitakeppni í Skólahreysti í kvöld!

Í kvöld keppir Varmahlíðarskóli til úrslita í Skólahreysti kl.19.45 í beinni útsendingu á RÚV. Er þetta 9.árið í röð sem Varmahlíðarskóli á lið í úrslitum. Keppendur í hreystigreinum eru Haraldur Hjalti og Sigurbjörg Inga. Í hraðaþraut keppa Halldór og Iðunn Kolka en þau Friðrik Logi og Marey eru varamenn liðsins. Áhorfendum heima í stofu er bent á að fylgjast með ljósbleiku stúkunni en það er sá litur sem stuðningsmönnum liðsins fékk úthlutað þetta sinnið. Áfram Varmó!
Lesa meira

Varmahlíðarskóli í úrslit Skólahreysti 2025

Keppnislið Varmahlíðarskóla mun keppa í úrslitakeppni Skólahreysti 2025 sem fram fer í Reykjavík 24. maí n.k. Varmahlíðarskóli hafnaði í 2. sæti í sínum riðli en kemst áfram vegna fjölda stiga, ásamt þremur öðrum skólum á landinu. Það er því ljóst að hluti nemenda mun leggja land undir fót og ferðast til Reykjavíkur á lokakeppni Skólahreysti 2025 - Áfram Varmahlíðarskóli!
Lesa meira