Fréttir

Svakalega lestrarkeppnin

Nemendur í 1.–7. bekk tóku þátt í Svakalegu lestrarkeppninni sem haldin var 15. október - 15. nóvember og árangurinn var algjörlega frábær! Saman lögðu nemendur sig fram við að lesa heima og í skólanum, og samanlagt lásu þeir alls 76.480 mínútur! Markmið keppninnar er að hvetja nemendur til að lesa daglega, njóta bóka og efla lestraráhuga á skemmtilegan hátt. Það var gaman að sjá hvað nemendur voru duglegir að velja fjölbreyttar bækur og sýna lestri áhuga. Við erum gríðarlega stolt af nemendum fyrir frábæra þátttöku, áhuga og elju. Það er greinilegt að lestur færir kraft, sköpun og gleði inn í skólann!
Lesa meira

Heilsueflandi dagar haustsins

Hreyfing er öllum lífsnauðsynleg og hér á bæ taka nemendur og starfsfólk þátt í ýmsum hreyfistundum. Í upphafi skólaárs voru hinir árlegu hreyfidagar haldnir, Ólympíuhlaup ÍSÍ í lok september og nú í október var fyrsta mílan gengin, en þá eru nemendur og starfsfólk hvatt til að ganga eina mílu (1,6 km) á skólatíma.
Lesa meira

Skólaþing

Í dag, þriðjudag 14. október, fengum við heimsókn frá Skólaþingi. Skólaþing hefur verið starfrækt í Reykjavík síðan 2007. Síðustu tvö ár hafa þeir heimsótt skóla vítt og breitt um landið. Þeir leyfa nemendum að setja sig í spor þingmanna og fylgja lagafrumvarpi í gegnum þingið. Þetta er hlutverkaleikur þar sem nemendur taka sér hlutverk þingmanna í uppskálduðum flokkum. Leikurinn felur meðal annars í sér að stíga í ræðustól í hlutverki og tjá sig um efni frumvarpsins og afstöðu flokksins. Tveir starfsmenn úr fræðsluteymi skrifstofu Alþingis koma og sjá um að stýra þessum leik. Nemendur fá gott innsýn inn í starfsheim þingmanna með því að fá tækifæri til að vinna að frumvarpsdrögum, koma með breytingatillögur og rökræða um málefnið.
Lesa meira

Gaman saman

Gaman saman, samstarfsverkefni leikskólans Birkilundar og Varmahlíðarskóla, er komið á fullt. Löng hefð er fyrir þessu samstarfi skólanna, en það byggir á gagnkvæmum heimsóknum allan veturinn. Vikulega hittast börnin í skólahópi leikskólans og nemendur 1. bekkjar Varmahlíðarskóla, til skiptist í skólunum.
Lesa meira

Vetraropnun bókasafns Varmahlíðarskóla

Nú hefst vetraropnun á bókasafninu og við hlökkum til að taka á móti lesendum af öllum aldri. Opið verður á miðvikudögum kl.12-15 og fimmtudögum kl.15-17. Sara Gísladóttir er bókavörður og tekur hjartanlega vel á móti ykkur með kaffi og kruðerí. Hægt er að hafa samband í tölvupósti bokasafn@vhls.is eða í síma 455 6020 ef eitthvað er. Bókasafnið er líflegur vettvangur fróðleiks, sköpunar og samveru – fullkominn staður til að eiga notalega stund í vetur.
Lesa meira

Skólahlaup

Lesa meira